Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 146
140
Nýskólar og nýskólahugmyndir.
fSkirnir
að, að það ætti að skifta íslenzka alþýðu nokkiu, hver hátt-
ur verður á þeim málum, er fram líður. Nú er það síður
en svo, að mig langi til þess að vekja að nýju slíkar um-
ræður. En mig langaði til þess að gera tilraun til þess að
gera þess nokkra grein í örstuttu máli, er á milli ber, þá
er deilt er um eldri skóla og »nýskólana«. Og jafnframt
benda á nokkrar grundvallarreglur, sem hafa verður í huga,
ef ræða skal þessi mál til skilningsauka og ekki má víkja
frá, ef umræðurnar eiga ekki að sökkva ofan í það, að
verða illdeilur og meiningarlaust þjark.
Eins er þá þegar að geta. Nýskólamenn í ýmsum lönd-
um eru engan veginn á einu máli um allt það, er að upp-
eldismálum lýtur. Fyrst og fremst bera rit þeirra þess aug-
Ijósan vott. En stórum meira skilur þó starfsaðferðir þeirra
og allt hátterni, ef skoðaðir eru skólar þeirra víða um lönd.
Kennir þessa munar mjög í evrópskum nýskólum, og ef
ráða má af ritum, þá er enn annar svipur yfir ameríksk-
um nýskólum og kennir þar einnig innbyrðis munar. Þetta
er mjög eðlilegt. Nýskólarnir eru tilraunir um nýtt skipu-
lag, nýjar starfsaðferðir, sem gerðar eru með það fyrir augum,
að komast til fyllri skilnings á eðli barnsins og vaxtarlög-
um og samhæfa skólann þeirri reynslu. En þeir eru meira.
Að baki hverrar tilraunar felst tilgáta, hugboð um nýja úr-
lausn. Það á einnig við um nýskólana. Á bak við þá felst
nýtt mat verðmæta. Þeir eru afkvæmi nýrrar menningar-
hugsjónar, tilraun til þess að leiða hana í framkvæmd og
fá á hana mælikvarða reynslunnar. Á þessu byggist inn-
byrðis mismunur þeirra. Því að eins og nærri má geta, er
sú hugsjón með ýmsu móti hjá einstökum mönnum og í
ýmsum löndum. Skórinn kreppir með einum hætti hér, öðr-
um annars staðar. Þetta finnur næmur andi og leitar úr-
lausna. íslenzkur nýskóli væri þvi ekki fenginn, þótt vér
stældum nákvæmlega skóla Montessori’s, Decroly’s eða
Dalton-skóla á íslandi. íslenzkur nýskóli yrði að vera fram-
kvæmd íslenzkrar menningarhugsjónar, reistur á nákvæmu
mati á háttum lands og þjóðar, högum og sögu, horfum og
viðfangsefnum, skapferli og gáfnafari. Að stofna nýskóla