Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 223
Skírnir| Um Vilhjálm annan. 217
Árið 1898 var fjandskapur mikill með Englendingum
og Frökkum og gerði þá Chamberlain tilraun til að ná
vináttu Þjóðverja eða jafnvel fullkomnu bandalagi við þá.
Það hafði lengi verið draumur Bismarcks, að England bætt-
ist við þrívelda-sambandið, og taldi hann heimsfriðinn þá
tryggðan til fulls. Nærri má geta, hvernig hann hefði vik-
izt við, ef honum hefði borizt slíkt tilboð. En Vilhjálmur 2.
greip til úrræðis, sem lengi mun í minnum haft. Hann snýr
sér beint til zarsins og skýrir honum frá tilboðinu, sem
vitanlega var leynilegt, og fer þar að auki með hinar
mestu ýkjur um kostaboð þau, sem Englendingar geri sér.
»Sjá, ég bið þig sem gamlan tryggða-vin minn að segja
mér, hvað þú getir boðið mér og hvað þú munir gera, ef
ég hafna tilboðinu«. Nikulás svaraði honum út af, segir
að Englendingar séu einmitt að gera sér sams konar til-
boð, og kunni hann því ekki að gefa Villa1) ráð! Hvað
hæft kann að vera í þessum orðum Nikulásar, veit ég ekki,
en víst er, að Englendingar héldu lengi áfram eftir þetta að
leita samkomulags við Þjóðverja.
Afstaða Vilhjálms til Englendinga var afar-einkenni-
leg. Hann virðist bæði hafa dáðst að þeim og hatað þá,
og var þó hatrið venjulega miklu sterkara en aðdáunin.
Þeir hafa vitanlega goldið þess, að þeir voru landar móð-
ur hans og móðurbróður, sem hann hataði bæði. Hann bar
óttablandna lotningu fyrir stjórnkænsku Breta og flota-
veldi, og það hefir áreiðanlega verið hans æðsta takmark
frá blautu barnsbeini, að komast til jafns við þá eða fram
úr þeim, því að England eitt var að hans dómi þrándur í
götu fyrir heimsveldi Þýzkalands. Þess vegna átti hann
ekkert ríkara áhugamál en að koma upp öflugum, þýzk-
um flota, sem gæti orðið nokkurn veginn jafnvígur enska
flotanum, er stundir liðu. Við flotamálið lagði hann því
meiri rækt en við nokkurt annað mál. En þó er það al-
veg rangt, sem oft hefir verið fullyrt, að hann hafi skap-
i) í bréfum sínum nefndu þessir tveir merkismenn sig Willy
og Nicky.