Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 110
104 Nokkrar athugasemdir við Hávamál. [Skirnir
Pipping þýðir staðinn svo: »Mjög hvatvís er sá (gest-
ur), er fer að skara í eldinn'?:, og minnir hann á, að arin-
eldurinn hafi verið helgur og því bannað aðkomumönnum
að snerta við honum. Bendir hann á, að enn sé það svo á
Englandi, að gestur megi ekki skara í eldinn, fyr en hann
hefur verið sjö ár heimilisvinur í húsinu. En hafi það verið
slík goðgá, að gestur skaraði i eldinn, mundi hver maður
hafa vitað það, og því ólíklegt, að höfundurinn teldi þörf
á að vara við þessu.
Skýring Falks, að »brandar« merki slagbranda. gætir
ekki þess, að »gestr er inn kominn«.
Erindið talar um ástand gestsins, sem »inn er kominn
ok á knéi kalinn«, eins og segir í næsta erindi. Eg held,
að »bráðr« merki þarna bráðlátur, eins og það oft gerir,
en »brandar« séu logandi eldskíðin á arninum. Að »freista
frama síns« er að komast að raun um eða sjá, hver frami
manns er (sbr. at freista orðspeki þess hins alsvinna jötuns,
Vafþrúðnismál 5). En gesturinn sér frama sinn, þ. e. það
gengi, sem hann hefur hjá húsráðendum, »á bröndum«, þ.
e. á því, hve vel eldurinn er glæddur fyrir hann, þegar
hann kemur inn. Því meira sem gestur er metinn eða því
fúsari sem húsráðendur eru að láta honum hjálp í té, því
fljótara er brugðið við til að glæða eldinn og láta gestinn
verma sig við hann. Mun margur minnast þess, er hann
kom kaldur og votur á bæ, að húsmóðirin hugsaði fyrst
af öllu um það að leggja í ofninn eða bæta í hann. Hver
maður lítur fyrst eftir því og er bráðlátastur með það, sem
miðar að því að bæta úr þeirri þörfinni, sem ríkust er í
svipinn. Sá, sem er »á knéi« kalinn, lítur fyrst til eldsins.
Eg vil því skýra staðinn svo: Sá er mjög bráðlátur, sem
verður að sjá það á eldibröndunum á arninum, hvaða
gengis hann nýtur.
Hm. 6, 12, 13, 14, 17, 20: geð. Eg held ekki, að geð
merki vit neinstaðar þar, sem það kemur fyrir i Hávamál-
um, heldur lundina, skapið með þeim hneigðum, sem í því
búa: »At hyggjandi sinni skylit maðr hræsinn vera, heldr
gætinn at geði« (6). Maður á ekki að hrósa sér af viti sínu,