Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 26
20
Handritamálið.
[Skirnir
snerist drengilega við kröfum íslendinga og afhenti úr hand-
ritasafni sínu hér um bil allt það, sem heyrði tii skjala
(arkivalia).
Frá Árnasafni hefur hins vegar ekki fengizt allt það,
sem farið var fram á að fá, og býst eg við því, að íslend-
ingar geri sig ekki til lengdar ánægða með þessi málalok.
Enda er ósamkvæmni í afhendingunni, því að það var ekki
frekari ástæða til að afhenda þessar fjórar Hólabækur,
vegna þess að á þeim stendur að þeim eigi að skila, held-
ur en að afhenda þrjár jarðabækur, sem dr. Jón lagði mikla
áherzlu á að fá, því að það getur ekki verið minnsti efi á
því, að Árni hefur fengið þær lánaðar frá Bessastöðum til
að nota við samningu jarðabókar sinnar. Heilbrigð skyn-
semi og sanngirni mælir og með trví, að bréfa- og visitatiu-
bækur biskupa, dómabækur og fleiri þess konar bækur,
sem saman eiga, séu látnar vera á einum stað, en ekki
sumar í Kaupmannahöfn og sumar í Reykjavík. Danir nota
þessar bækur ekki, svo að þeir hafa enga gleði eða gaman
af að halda þeim, nema að gera íslendingum erfitt fyrir að
nota þær, og flestum mundi víst þykja það heldur lítilmót-
legt gaman. Tíð á sinn tíma, sagði Steingrímur biskup, og
getur það átt við enn.
í þessu sambandi er vert að athuga dálítið mótbárur
þær, sem fram hafa verið færðar gegn afhendingunni. Sum-
ar þeirra þarf ekki lengi að dvelja við, svo sem að Árna-
safn hafi hlotið hefð á þessu, því að þess ber að gæta, að
hér er ekki um dómsmál að ræða, heldur um samningamál,
þar sem ekki þarf stranglega að fylgja lagabókstafnum eða
réttarvenju; eða, að hinn einvaidi konungur hafi sett hið
dýra nafn sitt undir stofnskrá safnsins, og því megi ekki
breyta þar staf eða striki; á þessari lýðstjórnaröld mun
erfitt að sannfæra menn um slíkt, svo að ekki sé tekið
dýpra í árinni, enda hefur stofnskránni þegar verið breytt
í mörgu; eða, að ekkert standi í sambandslögunum frá 1918
um skjalaafhendi igu, og því sé allt klappað og klárt, er
að því lýtur; sú ástæða sýnii auðviíað gagngerðan mis-
skilning á þeim lögum. En það eru tvær aðrar mótbárur,