Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 171
Skirnir]
Úlfljótur.
165
Ari, að Grímur »kannaði ísland allt að ráði hans (þ. e. Úlf-
ljóts) áðr Alþingi væri átt«. Úrlausnarefnin eru hér tvö:
Hvenær kannaði Grimur landið? Og í hvaða skyni gerði
hann það?
Lengstum hefur það verið haldið, að Grímur hafi kann-
að landið meðan Úlfljótur sat í Noregi að lagasmíðinni. En
Ari segir það þó ekki. Hann segir það eitt, að Grímur hafi
kannað landið »áðr Alþingi væri átt«. Verður ekkert af
þessu ráðið um það, hvort landkönnun þessi hafi verið
ákveðin áður en Úlfljótur fór utan eða verið framkvæmd
meðan hann dvaldist í Noregi. Það er alls ekki líklegt, að
landkönnun þessi hafi farið fram meðan Úlfljótur var er-
lendis. Það er trúlegra, að henni hafi verið frestað, þar til
Úlfljótur væri kominn aftur og kunnugt væri um erindis-
lok hans i Noregi. Það er og líklegt, að Úlfljótur hafi ekki
verið einn síns liðs í Noregsför sinni. Það hefði verið
hyggilegra, að einhver íslenzkur maður fylgdist með laga-
smíð þeirra Þorleifs spaka. Þeir Úlfljótur »samanskrifuðu«
ekki lögin, eins. og Melabók segir, heldur hafa þeir orðið
að leggja það á minnið allt, sem þeir gerðu. Nú gat Úlf-
ljótur, sem orðinn var aldraður maður, veikzt eða fallið frá,
og þá hefði verk þeirra orðið ónýtt, ef enginn þriðji mað-
ur hefði verið heima í því. Þetta hafa jafnvitrir menn og
þeir, sem að utanför Úlfljóts stóðu, sennilega athugað. Eng-
inn var líklegri til þess að fara utan með Úlfljóti og að-
stoða hann en fóstbróðir hans, Grímur geitskör. Fóstbræð-
ur voru svo föstum böndum bundnir að fornum venjum,
að einsætt er, að Grímur hafi verið Úlfljóti öðrum fremur
til styrktar að þessu leyti. Auk þess er það, að Grímur
hefur verið vitur maður. Það, að honum er treyst til
landkönnunarinnar, sýnir, að hann hefur bæði þótt vits-
munamaður og að menn hafa borið traust til hans. Þess
vegna virðist það mjög líklegt, að Grímur hafi fylgt Úlf-
ljóti í Noregsför hans, eins og Sigurður Nordal heldur
(Vaka III, 118).
Þá er hitt atriðið. Sá skilningur á landkönnun Grims
mun hafa verið almennur, að hún hafi verið landfrœðileg,