Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 55
Skírnir] ' Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. 49
son, síra Jósep Loítsson á Ólafsvöllum, síra Árni Halldórs-
son, bróðir Daða, síra Erasmus Pálsson í Hrepphólum, síra
Jón Gíslason í Miðdal, síra Jón Snorrason á Mosfelli, sira
Þórður Þorleifsson á Torfastöðum og Oddur Eyjólfsson.
Þaðan ganga allir fyrir kirkjudyr, þar sem sjálf eiðtakan fer
fram. Hér eru aðeins taldir vottarnir. En vitanlega hafa
fleiri verið viðstaddir athöfnina, biskupsfólkið og sjálfsagt
Daði, en auk þess að minnsta kosti forvitið staðarfólk, úr
því að hún fór fram undir beru lofti.
Fyrir kirkjudyrum er Ragnheiði Brynjólfsdóttur þá fengin
í hendur biblian og inni í henni er rituð pappírsörk, sem
hún les með þrem uppréttum fingrum (bókareiður). Eiðstaf-
ur hennar var þessi:
»771 þess legg ég, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, hönd á helga
bók, og það suer ég uið guð almáttugan, að ég er enn nú á þess-
ari stundu suo óspillt mey af öllum karlmannsuöldum og holdleg-
um saurlifisuerkum sem þá er ég fœddist fyrst í þennan heim af
minnar móður lifi, suo sannarlega hjálpi mér guð með sinni misk-
unn sem ég þetta satt suer, en refsi mér, ef ég lýg«.
Athöfninni er vitanlega ekki lýst í Bréfabókum bisk-
ups, en af eiðstafnum er fyrst afrit með hendi Odds Eyj-
ólfssonar og á öðrum stað skömmu síðar er fært inn frum-
rit eiðsins með sömu hendi og eiginhandar-nöfnum prest-
anna undir. Sjálfur eiðstafur frumritsins er með settletri.
Þetta eiðskjal hefst efst á 114. blaði 12. Bréfabókar og nær
til efst á baksíðu blaðsins, en afgangur blaðsíðunnar er
fylltur út með »Reikningi biskupsins við Sigmund Jónsson
í Herdísarvík«, dags. 26. maí, og undir þann reikning skrif-
ar sem vottur: Davíð (Daði) Halldórsson.
Vér sjáum þá, að Daði heldur enn áfram biskupsþjón-
ustu, og í kirkjuprestsembættið, sem síra Sigurður verður
að sleppa sakir skírlífisbrots síns, tekur biskup bróður Daða,
síra Árna Halldórsson. Áður en síra Sigurður hverfur frá
Skálholti, óskar biskup af honum vitnisburðar síns. Hann
er ritaður 23. júní, og smjaðurkenndari vitnisburð fær biskup
ekki af neinum manni. í honum víkjum vér þó að því einu,
sem snertir efni vort. Prestur segist hafa verið í Skálholts-
4