Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 246
240
Ritfregnir.
[Skírnir
mjög algengt, enda voru orð ekki sett saman með þessum hætti í
frumnorrænu, og að minnsta kosti finnast engin dæmi þess í frum-
norrænum rúnaristum. Enn eru beygingalaus orð stundum höfð að
forlið, eins og t. d. afgamall, hérlenzkur, umhverfi.
Einkennilega eru þau orð samsett, er málfræðingar kalla einu
nafni »Bahuvrihi«. Þessar samsetningar voru að upphafi nafnorð,
segir höf., en urðu síðar lýsingarorð, eða voru notuð í stað lýsing-
arorða. Hefir þessum samsettu orðum fjölgað mjög í germönskum
málum á síðari tímum og nefnir höfundur fjölda dæma, eins og t. d.:
hrokkinskinna, lítilhugaður, mjóeygur, Kaldgrani (= Kaidrani) o. s. frv.
Þá koma næst þau orð, sem samsett eru af mörgum liðum,
þrem, fjórum eða fimm, eins og t. d. fjöl-kynngis-Iist, fljótfærnis-
ágizkun, yfirréttarmálaflutningsmaður.
Á bls. 54—57 getur höfundur þeirra samsettra orða, er hafa
runnið saman svo gersamlega, að þau eru fyrir málvitund manna
sem ósamsett; verður þá siðari liður samsetningarinnar sem afleiðslu-
ending, eins og t. d. (lítil)-látur, (breyti)-legur, (frið)-samur o. s. frv.;
valda og áherzlubreytingar, brottfall eða innskot samhljóðanda mikl-
um breytingum á útliti orða, eins og t. d. Bárður, Agnarr, Quðríður,
forysta, Ástríður, Sjólfur o. s. frv. Litu þessi orð og óendanlega mörg
.önnur orð máls vors allt öðruvísi út i fyrndinni, eftir því sem mál-
fræðingar segja.
í öðrum kafla ræðir um samsetningar sagna þeirra, er hafa að
forlið ýmsar forsetningar og atviksorð, nafn- eða lýsingarorð, eins
og ágæta, undirbúa, froðufella, daufheyrast.
Loks eru í 3. kafla tekin til meðferðar þau orð, sem eru óbeygj-
anleg. Geta þau verið samselt með ýmsum hætti og forliðurinn verið:
nafnorð (sólarsinnis), lýsingarorð (bráðafangs), atviksorð (framvegis),
forskeyti (forbrekkis) eða forsetning (yfirvettugis).
Aftan við bókina er svo skrá yfir rit, er uin þetta efni fjalla.
Bók dr. Alexanders er svo alveg nýkomin úl, að ég hefi lesið
hana aðeins lauslega. Mér finnst þó, að ég hafi svo margt af henni
lært, að ég vildi geta hennar með nokkrum linum í Skirni. Doctor
Alexander hefir jafnan sýnt liinn mesta áhuga á þvi að rannsaka
mál vort og rita um það; bera þess ljósastan votijnn rit þau öll,
sem þegar eru frá hans hendi komin og að ofan getur. Vera má, að
ekki vilji allir fallast á kenningar hans eða skýringar i öllum atrið-
um. En þótt svo væri, er það samt góðra gjalda vert að vilja eyða
tíma sínum og viti í það að brjóta torskilin orð til mergjar og reyna
að sjá, hvað i þeim hefir að upphafi búið. Sé skýringin rétt, er allt
gott og blessað, en sé hún röng, vekur hún einhverja til umhugs-
unar, og er þá meiri von, að rétt skýring komi að lokum, heldur en
ef allir þegðu. Rv. 19/s'—29. B. Ó.