Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 187
Skírnir] Cement. 181
andi sameining vilja síns við hina rökréttu nauðsyn. Mað-
urinn er ódauðlegur í hreyfingu hinnar skapandi heildar«.
Sergej hugsar of margt og hann er ekki nógu harður.
Hann er rekinn úr kommúnistaflokknum. En það skiftir engu.
Það kvelur Sergej að vísu, en hann breytir ekki um skoðun.
»Aðeins eitt er nauðsynlegt: flokkurinn og vinnan fyrir
flokkinn. Ekkert persónulegt er framar til. Hverju skiftir
ást hans, sem enginn veit af? Hverju skifta spurningarnar
og hugsanirnar, sem kvelja heila hans? Það eru ekkert
annað en leifar bölvaðrar fortíðar . . . Allar þessar veiku
heilafrumur verða að deyja. Það er aðeins eitt til — flokk-
urinn — og allt — til síðustu blóðdropanna — skal gefið
flokknum. Hvort hann verður tekinn upp í flokkinn aftur,
kemur ekki málinu við: Hann, einstaklingurinn Sergej ívagin
— er ekki til« — — — »Ekkert getur raskað því, sem
verður að vera: hann, Sergej, er orka, er fórn, hann er
nauðsynlegur hlekkur i festi stórkostlegra atburða«. í þess-
um sáru heilabrotum könnumst vér við Rússa Dostojefskijs.
Loks er Méchava, forseti kvennadeildarinnar. Hún
hefur eitt sinn verið í rauða hernum, en er nú komin milli
kvarnarsteina hversdagslífsins. Hún sér eftir »rómantík«
hinna fyrstu tíma byltingarinnar, hetjuskapnum og hrifn-
inni. Hún er kona, taugarnar eru ekki nógu hertar. Hún er
hrifin af Gléb, þráir hann — en verður fyrir því, að Badjin
tekur hana nauðuga. Hún er heitur kommúnisti — og ekki
nógu köld. Henni finnst jörðin skriðna undan sér, þegar
nýja fjármálastefnan veltur inn yfir landið. Hún spyr, hvort
öll baráttan, þjáningin, blóðið, fórnirnar eigi þá ekki að
vera til annars en að aftur verði opnuð kaffihús með
strok-orkestri, búðir með sýningum í gluggunum og at-
vinnufyrirtækin verði seld einstökum mönnum á leigu.
— Hún er rekin úr flokknum.
VI.
»Cement« er lofgerð um starfið. Zola ritaði einu sinni
bók um starfið, en »Cement« ber langt af þeirri bók.
»Travail« er næstum því barnaleg hjá þessari bók. »Tra-