Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 162
156
Úlfljótur.
jSkirnir
ekkert því til fyrirstöðu tímans vegna, að sonur Hörða-
Kára, en móðurbróðir Úlfljóts og Hrafna-Flóka, hafi getað
komið við þá sögu.
En svo er líka lokið því, sem rétt getur verið í ætt-
færslum þessum. Erlingur á Sóla og Áslákur Fitjaskalli eru
taldir sonar-sonasynir Hörða-Kára. Hörða-Kári er uppi um
og eftir 800, en þeir eru samtíðamenn Ólafs Tryggvasonar
og Ólafs Helga Noregskonunga, á ofanverðri 10. og önd-
verðri 11. öld. Eftir þvi ætti aðeins 4 liðir að hafa komið
á 2 aldir. Þessir menn, Erlingur og Áslákur, ætti eftir ætt-
færslu Heimskringlu að hafa verið að öðrum og þriðja við
Úlfljót og Hrafna-Flóka, sem eru báðir uppi fyrir og eftir
900. Nær slíkt engri átt. Þeir Erlingur hafa verið af ætt
Hörða-Kára, en Snorri sleppir aðeins nokkrum ættliðunr
milli þeirra og Hörða-Kára. Þeir gæti verið i sjötta lið eða
sjöunda frá honum, en varla nær. Úlfljótur hefur verið
frændi stórmenna þeirra í Noregi, er af Hörða-Kára voru
komnir, og því náskyldur forfeðrum Erlings af Sóla og
þeim frændum.
Áður en skilizt er við ætt Úlfljóts verður að minnast
nokkuð þess sonar Hörða-Kára, sem nefndur er Þorleifur
og kallaður er hinn spaki. Þorleifur sá ætti því að vera
móðurbróðir Úlfljóts. í heimildum vorum er getið þriggja
manna með Þorleifs nafni og með þessu kenningarnafni, og
höfundarnir virðast gera ráð fyrir því, að allt sé sami mað-
urinn. Þorleifur spaki Hörða-Kárason kemur fyrst við sögu
Hálfdanar svarta (Heimskringla, Kh. 1911, bls. 39). Þar er
hann látinn gefa konungi, sem aldrei dreymdi neitt, ráð til
þess, að hann mætti hafa draumfarir. Ráðið dugði, segir
sagan, og réð Þorleifur síðan draum konungs. Þetta ætti
að hafa verið fyrir daga Haralds hárfagra, eða ekki síðar
en 850. Þessi Þorleifur spaki gæti þá ekki hafa verið fædd-
ur síðar en 820—830. Hann getur því vel verið sonur
Hörða-Kára og móðurbróðir Úlfljóts og Hrafna-Flóka, en
bróðir Ölmóðs þess, er veitti lið þeim fóstbræðrum Ingólfi
og Hjörleifi.
Þá kemur Þorleifur spaki við sögu Haralds konungs