Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 250
II
Skýrslur og reikningar.
Minntust fundarmenn hinna fráföllnu með því að standa upp.
Forseti lét þess því næst getið, að nú væru taldir um 1700
menn í félaginu; af þeim væru 26 nýskráðir, síðan á síðasta aðal-
fundi; heiðursfélagar væru 28.
II. Þá las forseti upp reikninga félagsíns, fyrst ársreikning og
efnahagsreikning. Voru reikningar þessir lagðir fram. Er enginn fund-
armanna hreyfði neinum athugasemdum við þá, lýsti fundarstjóri
yfir því, að þá yrði litið svo á sem reikningarnir væru samþykktir
af fundinum. — Ennfremur las forseti upp reikning sjóðs M. Leh-
mann-Filhés og afmælissjóðs félagsins. — Þá fór forseti nokkrum
orðum um fjárhag félagsins, sem hann kvað nú loks kominn í við-
unandi horf aftur. — Engum athugasemdum var hreyft við reikn-
inga sjóðanna.
III. Fundarstjóri stakk upp á, að endurskoðendur yrðu endur-
kjörnir. Voru þeir endurkosnir með lófataki.
IV. Þá fór forseti nokkrum orðum um bókaútgáfu félagsins á
þessu ári. Lagði hann fram bau ritin, er þegar voru fullprentuð og
kvað Skírni langt kominn.
V. Georg Ólafsson bankastjóri spurðist fyrir um, hvað liði út-
gáfu registurs yfir Sýslumannaæfir. — Forseti svaraði því, kvað re-
gistrið að mestu leyti undirbúið til prentunar, en styrkur hefði ekki
fengist til útgáfunnar; án sérstaks styrks yrði örðugt að gefa það út,
því að nú ætti ekki við að gefa það út sem eina af ársbókunum
handa félagsmönnum. — Georg Ólafsson kvað nauðsyn á að ljúka
verkinu, Sýslumannaæfum, sem fyrst; mætti byrja á prentun regist-
ursins og gefa það út í heftum. — Dr. Hannes Þorsteinsson fór
nokkrum orðum um, hve langt væri komið registrinu, hver nauðsyn
væri á prentun þess, kvað það yrði um 30 arkir, gat málaleitunar
til Alþingis um styrk o. fl. Upplagið áleit hann þyrfti að vera 1000
—1200 eintök. Áhugi væri mikill fyrir því, að fá registrið út. —
Matthías Þórðarson kvað einkar æskilegt, að registrinu yrði nú sem
fyrst, meðan útgefanda Sýslumannaæfa, drs. Hannesar Þorsteinsson-
ar, nyti við, komið í það horf, að taka mætti það til prentunar, hve-
nær sem væri; og æskilegast væri að byrja á prentun þess sem fyrst.
— Forseti fór einnig nokkrum orðum um þessar athugasemdir; kvað
ekki vera neitt ósamkomulag um það i stjórn félagsins, að æskileg-
ast væri að registrið kæmi út, en tjárhagsörðugleikar hefðu hamlað.
— Þorsteinn Finnbogason fór enn nokkrum orðum um sama mál og
óskaði, að prentun registursins yrði ekki til að draga úr útgáfu ann-
ara rita félagsins, er það nú hefði með höndum. — Georg Ólafsson
kom fram með þá tillögu til fundarályktunar, að skorað yrði á stjórn-
ina, að byrja á útgáfu registursins sem fyrst. Var tillagan samþykkj
með öllum greiddum atkvæðum.
Þorkell Þorkelsson fór nokkrum orðum um útgáfu Fornbréfa-