Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 30
24
Handritamálið.
[Skírnir
og fósturjarðar«. Ekki ætlaði það þó að gefa út þau rit,
er Árnanefndin gæfi út, svo að engin samkeppni yrði við
hana. Það er kunnugt með hvílíkum dugnaði félaginu var
stjórnað af Rafn, og hversu mikið það gaf út fyrstu fjörutíu
árin af ritum, t æði á islenzku og öð um málum, enda hefur
ekkert félag gert meira til að útbreiða þekkinguna á forn-
bókmenntum vorum en Fornfræðafélagið gerði, meðan Rafn
stóð þar við stýnð, og vel hefði Árnan fndin gert, að taka
sér að einhverju leyti til íyrirmyndar framtakssemi hans og
áhuga, en hún hefur liklega ekki heldur viljað keppa við
félagið. En við allar útgáfur félagsins fengust aðallega ís-
lendingar. Fyrirkomulag félagsins var að því leyti einkenni-
legt í byrjun, að stofnendurnir kostuðu og áttu að miklu
leyti ritin, sem félagið gaf út. Fyrir þvi mun snemma hafa
skapazt hugmyndin um stofnun fastasjóðs til bókaútgáfu.
Árið 1834 voru sett lög fyrir þessum sjóð, sem þá var
12,500 rikisbankadalir silfurs, og samkvæmt þeim »eru árs-
leigur hans ætlaðar fyrst og fremst einungis til að auglýsa
og útskýra íslenzk fornri., og að öðru leyti til alls þess,
sem er til eflingar norrænum fornfræðum«. íslenzka þýð-
ingin er ekki sem skýrust á þessum kafla layanna, svo að
eg set hann hér líka á dönsku: »hvis aarlige Renter ere
bestemte til udelukkende at anvendes fornemmelig til is-
landske Oldskrifters Udgivelse og Fortolkning og iövrigt
til nordisk Oldkyndigheds Fremme i Almindelighed«. Rafn
var óþreytandi að safna fé í þennan sjóð, og fékk það frá
mönnum svo að segja um allan heim, og náði því mest-
megnis með því að lofa útgáfum af forníslenzkum bók-
menntum og ritum um þær; svo að það getur enginn efi
leikið á því, í hvaða tilgangi féð var fengið. í árslok 1845
var sjóðurinn orðinn 46,000 ríkisdalir. Þá vildi félagið færa
út kviarnar og stofna deildir í Svíþjóð, Noregi og sérstaka
íslenzka deild. Svíar vildu ekki sinna því, en margir Norð-
menn voru því um hríð fylgjandi, en þó fórst það fyrir,
og úr íslenzku deildinni varð ekkert nema nafnið. Óneitan-
lega kom það fram í starfi félagsins, að það vildi gefa
Danmörku sem mest dýrðina, og varð þetta að deiluefni