Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 168
162
Úlfljótur.
[Skírnir
Ari nafngreinir hann, auk Ingólfs og þriggja annara land-
námsmanna, í íslendingabók 2. kap. Og Landnáma segir,
að Hrollaugur hafi verið höfðingi mikill og hafi haldið vin-
áttu við Harald konung hárfagra til dauðadags, enda hafi
konungur sent honum gersemar á deyjanda degi (Land-
náma F. J., bls. 97, 211). Hrollaugur bjó fyrst undir Skarðs-
brekku í Hornafirði, en síðan á Breiðabólstað í Fellshverfi.
Þar hefur hann líklega búið um og eftir 920. En andaður
mun hann vera um 930, því að ekki er hann nefndur í
höfðingjatali Landnámu frá þeim tíma.
Úlfljótur og Hrollaugur hafa vafalaust þekkzt. Ekki var
lengra en svo milli bústaða þeirra, að þeir munu hafa get-
að hitzt oft og talað margt spaklegt saman, þvi að báðir
hafa mennirnir vitrir verið. Það er því mjög líklegt, að
Hrollaugur sé einn þeirra manna, sem mikinn þátt hefur
átt í sendiför Úlfljóts.
Sá maður annar, sem vafalaust hefur átt hlut að þessu
máli, er Þorsteinn Ingólfsson landnámsmanns. Vinátta hefur
verið með þeim Ingólfi frændum og ætt Hörða-Kára. Eins
og áður segir, veitti ölmóður gamli Hörða-Kárason þeim
Ingólfi og Hjörleifi á móti sonum Atla jarls og barg að lík-
indum þann veg lífi þeirra fóstbræðra, enda voru þeir Hjör-
leifur skyldir. Hefur auðvitað orðið vinátta með þeim Ing-
ólfi og ættmönnum Hörða-Kára vegna liðveizlu þessarar.
Á þeim tímum voru menn ekki síður lang-minnugir á gott
en illt, sem fram við þá kom. Þorsteinn Ingólfsson hefur
því þekkt vel deili á Úlfljóti og sennilega hafa þeir líka
verið kunnugir. Þórður skeggi var kunnugur báðum. Úlfljóti
kynntist hann eystra og í nágrenni við Þorstein Ingólfssori
bjó hann eftir að hann fluttist suður. Hrollaugur Rögnvalds-
son sat einn vetur fyrir neðan heiði, eins og fyr getur, og
hefur þá auðvitað kynnzt Ingólfi, ef hann hefur þá verið
lífs, og Þorsteini syni hans. Virðist því efalaust, að kunn-
ingsskapur hafi verið með öllum þessum mönnum: Úlfljóti,.
Hrollaugi, Þorsteini Ingólfssyni og Þórði skeggja. Úlfljótur
hefur þeim þótt bezt til lagaundirbúningsins fallinn fyrir
vits sakir. Hafa og lagamenn verið í ætt hans. Hvernig.