Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 22
16
Handritamálið.
[Skirnir
III.
Þegar vaknaði yfir andlega lífinu á íslandi og menn
tóku að fást meira við sögulegar rannsóknir, vanhagaði um
margt, sem út hafði verið flutt. Það gat ekki hjá því farið,
að annar eins fræði- og hirðumaður eins og Steingrímur
Jónsson saknaði margs í biskupsskjalasafninu, þegar hann
settist að stóli. Og sumt af því, sem vantaði þar, hafði
hann á stúdentsárum sínum séð í Árnasafni. Því var það,
að hann kringum 1837 gerði fyrirspurn til Finns Magnús-
sonar um það, hvort hægt mundi vera að fá þetta til skjala-
safnsins eða afskriftir af því. Finnur svaraði, að hann (Finn-
ur) og Rosenvinge etatsráð hafi verið skipaðir af rentu-
kammerinu til þess að rannsaka málið. Sumarið 1838 sendir
biskup Finni lista yfir það, sem hann vilji fá, og biður hann
að leggja á ráðin, hvernig hann ætti að fara að til þess að
fá þessu framgengt. Á listanum eru 42 handrit, allt Skál-
holts- og Hólabækur, og hér um bil þau sömu, sem dr.
Jón Þorkelsson seinna óskaði að fá. Hverju Finnur hefur
svarað biskupi, veit jeg ekki beinlínis, en að hann hafi ekki
gefið biskupi neinar vonir, má ráða af bréfi hans til Finns
frá 28. febr. 1839, þar sem hann segir: »Eg skil af orðum
þínum og sé af öllum atlotum, að mér muni lítið duga að
reqvirera þaðan biskupa kopiubækur, og læt svo standa;
tíð á sér tíma«. Þar með var þeim málaleitunum lokið.1)
Árið 1843 fundu Norðmenn kvittanir og önnur gögn
fyrir því, að Árni hafði lánað úr stiftskistunum í Noregi
bréf og bækur. Þetta hafði um hríð Iegið í gleymsku; en
meðan Árni lifði, voru norskir biskupar stöðugt að heimta
þetta af honum; hann fór jafnan undan í flæmingi, en lof-
aði þó að skila því. Nú krafðist norska stjórnin þessa úr
Árnasafni. Varð langt mál út af þessu og miklar samninga-
umleitanir. Árnanefndin hélt því fram, að stofnunin ætti
nú þetta fyrir hefð, þar sem það hefði svo lengi verið í
’) Prófessor Páll E. Ólason hefur bent mér á þetta. Þvi miður
lief eg ekki getað fundið annað um málið en það, sem stendur i
bréfum biskups, sem eru í bréfasafni Finns í danska Ríkisskjalasafn-
inu. Bréfum Finns til biskups hef eg ekki haft aðgang að.