Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 193
.'Skírnir]
Um Vilhjálm annan.
187
■degi var því loks veitt eftirtekt, að vinstri handleggur hans
var visinn.
Svo raunalegt er upphafið að sögu Vilhjálms 2. Hann,
erfingi hins mikla hermannaríkis, sem átti að temja sér her-
mannlega yfirburði og hermannlegt atgervi framar öllum
öðrum ungum mönnum, var örkumlamaður frá móðurkviði,
— hörmulega fatlað olnbogabarn náttúrunnar frá upphafi
vega. í öllum löndum mundi slíkt hafa verið talinn mikill
Ijóður á ráði konungsefnis, en á Prússlandi, sem öldum sam-
un hafði verið grátt fyrir járnum, var þetta blátt áfram eitt
hið óskaplegasta ólán, sem hent gat ríkiserfingja. Nærri má
geta, að einskis var látið ófreistað til þess að ráða bætur
á þessu mikla meini. Drengurinn var píndur með margvís-
íegum lækningatilraunum, en allar reyndust þær árangurs-
lausar. Og þá var ekkert annað úrræði eftir en að venja
hinn óhamingjusama ungling á að leyna svo líkamslýti sínu,
uð það yrði ekki öðrum mönnum til augnagamans eða
ásteytingarefnis. Vilhjálmur 2. hefir sjálfsagt aldrei á ævi
sinni beitt svo stálhörðu viljaþreki sem í tilraunum sínum
til að ná þessu takmarki. Og honum tókst það furðanlega.
Honum lærðist að fela hina visnu hönd af hinum mesta
fimleika undir belti sér eða í vasa sínum og ýmsar karl-
mannlegar íþróttir tamdi hann sér, — varð t. d. góð skytta
og góður reiðmaður. Kennara hans Hinzpeter farast svo orð
um þrautseigju hans í þessari örðugu baráttu: »Aldrei hefir
ungur maður gengið í prússneska herinn, sem virtist síður
hafa líkamlegt atgervi til þess að verða vaskur og glæsi-
legur riddaraliðs-foringi. Þeir fáu, sem um þær mundir voru
færir um að meta þennan sigur siðferðislegs þreks yfir
líkamlegum vanmetum, þóttust geta gert sér hinar glæsi-
legustu vonir um þennan mann«. Vilhjálmur 2. mun aldrei
hafa lifað glaðari stund, heldur en þegar hann leiddi í fyrsta
sinni »húsara«-sveit sína fram fyrir afa sinn og gamli mað-
urinn lét í ljós aðdáun sína á henni. »Þetta hefir þú gert
vel, þessu hefði ég aldrei trúað«. Þessi orð hafa hljómað
sem siguróður fyrir eyrum hins unga manns. Hann hafði
sigrað! Afi hans, hinn aldni hermannakeisari, sem aldrei