Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 178
172
Cement.
[Skírnir
»Þrjú ár — það er eins og í gær: ekkert breytt. Fjöllin
i mistri eins og áður með bugðum og gjám, grjótnámum
og klettum, allt er það eins og þegar hann var barn. í
fjarska gömlu námurnar inn í þvergniptan hamarinn, Brems-
berg-brautin milli grjóts og trjágirðinga, brýrnar . . . Og"
cements-verksmiðjan var söm og jöfn: heil borg af turn-
um, hvolfþökum og hringþökum . . .«
Er hann nálgast húsið sitt, kemur honum þó undarlega
fyrir sjónir, að allir garðar eru vaxnir illgresi og að þar er
fullt af geitum, svinum og hænsnum. Hvaðan er þaðkomið?
Áður var það bannað.
Hann mætir þrem grannkonum á veginum og þekkir
þær varla aftur . . . »Hlauptu, maður«, segir ein þeirra,
»hlauptu til konunnar þinnar. Ef þú hefur týnt henni —
þá leitaðu að henni — og ef þú finnur hana — þá gifztu
henni aftur«.
Gléb heldur áfram ferðinni og gengur inn um hliðið,
heim að húsinu, og í sama bili- kemur út úr húsinu móti
honum kona með rauðan klút um höfuðið og í karlmanns-
úlpu. Er það Dasja1) — eða er það ekki Dasja? Fæðingar-
bletturinn á kinninni, nefið — það er hún. En svipurinn er
allur annar, ekkert kvenlega bljúgt eða óframfærið er þar
lengur. Gléb faðmar hana að sér, kvenlegur veikleiki gríp-
ur hana óvörum eitt augnablik, en áður en hann veit af,
er hún búin að losa sig, er köld, sjálfstæð, ókunnug.
»— Hvað gengur að þér, félagi2) Gléb? Láttu ekki svona,
vertu rólegur . . .
Og hún gekk niður þrepið og hló.
— Þú ert allt of æstur á svo friðsömum stað. Lykill-
inn stendur í dyrunum. Getur hitað þér vatn á vélinni. Það
er hvorki til te né sykur, ekki heldur brauð. Farðu í verk-
smiðjuráðið og innritaðu þig, svo að þú getir fengið skammt-
inn þinn«.
Gléb er kominn inn i annan heim. Hann botnar ekk-
>) Rússneska hljóðið, sem á þýzku er ritað »sch«, er jafnan
táknað með *sj« i grein þessari.
2) Félagi (rússn. tovarisjtsj) ávarp kommúnista.