Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 36
30
Handritamálið.
[Skírnir
þess til íslands. Þetta síðara er næsta óhyggilegt, enda ef-
ast eg um, að nokkur danskur kennslumálaráðherra mundi
vera svo grunnhygginn, að blanda sér í það mál. Hugsum
okkur, ef slíkt ákvæði hefði verið í lögum Bókmenntafé-
lagsins, þá hefði deilan um heimflutninginn orðið danskt-
islenzkt deilumál. Hafnar-íslendingar þóttust verða undir í
heimflutningsmálinu, og því leituðu þeir nú verndar hjá
Dönum gegn löndum sínum. Þetta er auðvitað gamalt póli-
tiskt bragð, en hefur aldrei gefizt vel. Það var líka illa til
fallið, að gera þetta einmitt á þessum tíma, því að um
þær mundir stóð sjálfstæðisbarátta íslendinga sem hæst.
Það mundi víst mörgum þykja varhugavert, ef danskur
kennslumálaráðherra færi að skifta sér af almennri bóka-
útgáfu á íslenzku, og það gæti auðveldlega farið svo, að
þetta yrði pólitískt mál. Að því er ákvæðið snertir um að
leggja sjóð félagsins til geymslu í sparisjóð, ef ekki væru
íslendingar til að halda því uppi, þá liggur það í augum
uppi, að þar með hættir félagið að vera til, því að félag
án nokkurra félaga er óhugsanlegt. Nú vill líka svo til, að
mikið af sjóð félagsins er erfðafé frá dr. Kaalund, en í
erfðaskrá hans er svo ákveðið, að ef Fræðafélagið hætti,
þá skuli skifta arfinum »milli tveggja stofnana og sé önnur
þeirra á íslandi, en hin í Danmörk, sem vilja taka að sér
að verja honum til þjóðlegra, málfræðilegra og sögulegra
rannsókna, fyrst og fremst til rannsókna á örnefnum*.1) Eg
get ekki betur séð, en að þá yrði að skifta þessu fé sam-
kvæmt þessum ákvæðumi En félagið hefur auk þessa safn-
að nokkrum sjóð, enda hefur það varla gefið út bók svo
að það fengi ekki styrk einhvers staðar frá. Það er auðvit-
að gott, að bækur komi sem flestar á prent, ef góðar eru;
en það mundi kasta litlum ljóma yfir íslenzkar bókmenntir,
ef þær væru gerðar að almennri betlikráku niðri í Dan-
’) Það er annars merkilegt, úr þvi Kaalund gaf fé sitt til þess-
ara rannsókna, að hann skyldi ekki fá það Árnanefndinni til umráða.
Það mun liklega ekki ósennileg ályktun af þessari ráðstöfun hans,
að hann eftir nálega fjörutiu ára reynslu hafi ekki borið mikið traust
til fyrirkomulags og framkvæmda nefndarinnar.