Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 108
102 Lifsskoðun Hávamála og Arisfofeles. [Skírnir
meðan þeir hafa ánægju hver af annars löstum« (VIII b.,
10. k. 5).
»Ulir menn geta ekki verið sáttir nema stutta stund,
svo sem við er að búast af vinum, er hver reynir að skara
eld að sinni köku, þar sem einhvern hagnað er að hafa,
en hliðra sér sem mest hjá erfiði og framlögum, því að
þar sem hver vill sjálfur hafa hið sama og hinir, þá telur
hann allt eftir þeim og hamlar þeim; því að sé ekki allt
af verið á verði, fer hið sameiginlega keppikefli forgörðum.
Því er það, að þeir eru allt af ósáttir, þar sem hver vill
neyða annan til að gera rétt, en ekki gera það sjálfur«
(IX. b., 6. k. 4).
Aristoteles segir, að þeir, sem gera öðrum gott, virð-
ist unna þeim meira en hinir unna þeim aftur, og hann
líkir þessari ást við ást listamannsins á verki sínu.
»Slikri ást líkist ást velgjörðamannanna. Sá, sem góð-
verk þiggur, er með nokkurum hætti verk velgjörðamanns-
ins, en hann elskar verk sitt meira en það skapara sinn. En or-
sök þessa er sú, að það að vera er öllum æskilegt og kært,
en vér erum það, sem vér gerum; vera vor er líf og starf.
Verkið er sem þáttur af þeim, sem vinnur það; hann elsk-
ar því verk sitt af því að hann ann lífi sínu. Það er eðlis-
nauðsyn. Því að verkið vottar, hvað maður getur« (IX. b.,
7. k. 4—5).
Forfeðrum vorum hefur stundum verið líkt við Forn-
Grikki, og mér finnst það þá bæði merkilegt og skemmti-
legt, að höfundi Hávamála og höfuðspekingi grískrar sið-
fræði hefur gefið sömu sýn yfir mannlífið.
Guðm. Finnbogason.