Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 224
218
Um Vilhjálm annan.
[Skírnir
að þýzka flotann. Það gerði Tirpitz, mikilhæfur maður og
stórráður, en ekki meðala-vandur. Samvinnan við Vilhjálm
varð honum afar-erfið, svo sem hann sjálfur vitnar í end-
urminningum sínum, því að oft vildi keisarinn fara sínu
fram, þvert ofan í alla skynsemi, og var þá ekki dælt við
hann að eiga. Þó hafði keisarinn þol til þess að halda
Tirpitz í þjónustu sinni, þangað til hann sagðist sjálfur frá
embætti 1916, og var honum þó raun að því að starfa
með svo harðgeruin og einráðum manni. En því miður var
öll flotapólitík Tirpitz skaðvænleg og reið að lokum keis-
aradæminu að fullu, enda hafði Tirpitz í rauninni ginnt
ríkisþingið og þjóðina til fylgis við sig, þó að hér verði
eigi gerð grein fyrir þeim aðferðum, sem hann beitii til
þess. Það var vitanlega fásinna að ætla Englendingum þá
þolinmæði, að þeir sætu kyrrir hjá, meðan Þýzkaland,
sem átti langöflugasta landher heimsins, kæmi sér upp
óvígum herskipaflota. Það skorti og eigi, að þeim Tirpitz
og keisaranum væru gefnar einarðlegar vísbendingar um,
að þeir stefndu málum ríkisins í óvænt efni með flota-
pólitík sinni. Sendiherrar Þjóðverja í London brýndu hver
fram af öðrum fyrir stjórninni í Berlín, að Englendingar
mundu fyr láta til skarar skriða en floti Þjóðverja yxi
þeim yfir höfuð. Enskir stjórnmálamenn leituðust og marg-
sinnis við að ná einhverju samkomulagi við þýzku stjórn-
ina um herskipasmiðar. En allt kom fyrir ekki. Og það er
tii marks um ótrúlega léttúð og leikaraskap Vilhjálms, að
árið 1904 tekur hann upp á því í bréfum til zarsins að
kalla sig aðmirál Atlantshafsins, og skorar á Nikulás að
nefna sig aðmirál Kyrrahafsins!
Vilhjálmur var aldrei í jafnvægi, er hann átti málum
að skifta við Englendinga. Hann neyddist til að horfa upp
til þeirra, því að hann fann ekki til vanmáttar gagnvart
neinum öðrum en þeim, og þar að auki þóttist hann hafa
fengið á því að kenna frá barnsaldri, að ættingjar sínir á
Englandi liti niður á sig. Það er og víst, að móðir hans
hefir aldrei bætt fyrir honum á Englandi. En þó var Vik-
toría amma hans honum alltaf góð, enda bar hann tals-