Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 173
Skírnir]
Úlfljótur.
167
Fyrsta þingið, »grundvallarlagaþing« landsins, hefur annað-
hvort verið háð á Kjalarnesi, á héraðsþingstaðnum þar, eða
í Þingvallasveit, á Þingvelli við Öxará. Þann stað hefur
Þorsteinn Ingólfsson auðvitað þekkt. Liklega hefur land
Þóris kroppinskeggja i Bláskógum verið gert að almenningi
þá nýlega. Þeir hafa séð, að það land var vel fallið til
þingneyzlu. Líklega hefur þá ekki verið býli á sjálfum Þing-
velli. Landrými og landkostir voru því nægir til þinghalds
á Þingvöllum. Ef allsherjarþing, sem allir höfðingjar lands-
ins sækti með bændum þeim, sem þeim voru ávarðir, hefði
verið haldið í heimalandi jarðar, þá hefði af því stafað hin
mesta örtröð á landi. Kjalarnessþing hefur verið háð á Kjal-
arnesi í sumarhaga jarðar þar. Það var aðeins héraðsþing
og hefur því verið sótt af miklu minni mannfjölda en þing
alls landsins. Það er ekki beinlínis líklegt, að þeir Kjalnes-
ingar hefði viljað leggja land sitt undir þá örtröð, sem alls-
herjarþing hefði haft í för með sér. Á hinum staðnum, Þing-
velli við Öxará, varð þinghaldið ekki til slíks baga. Þar var
og skógur nægur til eldsneytis, en á Kjalarnesi er ólíklegt,
að skógur hafi verið að nokkru marki. Sennilegast er því,
að fyrsta Alþingi hafi verið háð á Þingvelli við Öxará. Frá-
sögn Ara bendir líka helzt til þess. Hann segir, að Alþingi
hafi verið sett að ráði Úlfljóts og allra landsmanna »þar
er nú er«. Þó að þessi orð megi ef til vill samríma þeim
skilningi, að fyrsta allsherjarþingið hafi verið háð annars
staðar, þá virðist liggja næst að skilja svo orð Ara sem
hann vilji með þeim gefa það í skyn, að allsherjarþing lands-
ins hafi frá öndverðu verið háð á Þingvelli við Öxará.
Ekki kemur mönnum allskostar saman um það, hvenær
hið fyrsta Alþingi var háð. Skal það þó ekki rakið hér til
hlítar. Úlfljótur getur vel hafa komið út úr Noregsför sinni
árið 927, eins og sumir annálar segja. Til landkönnunar-
ferðar Gríms geta varla hafa farið minna en 2—3 ár. Það
væri ekki gerandi ráð fyrir því, að hún tæki öllu skemmri
tima. Þess er að gæta, að hann hefur átt að hitta að máli
alla gildustu menn landsins og ræða við þá slíkt stórmál
sem ríkisstofnun og nýja allsherjarlagasetningu á íslandi.