Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 181
Skírnir]
Cement.
175'
að það gæti komið í bága við »skipulagsbundnar frám-
leiðslufyrirætlanir«, að verksmiðjan tæki til starfa aftur.
Menn þola þetta af deyfð. Þegar Kósakkar eða gagnbylt-
ingamenn gera árás, standa þeir sem einn maður. En verk-
legt framtak verður að engu. Austrænt langlundargeð og
austrænt hirðuleysi ræður ríkjum.
Þannig er ástandið, þegar Gléb kemur heim. Honum
kemur þetta allt á óvart, eins og honum kom á övart,
hversu Dasja var breytt. Með sting í hjarta kreppir hann
hnefann og lofar að knýja verksmiðjuna af stað.
Atvikin hjálpa honum. Hann kemur á fund, sem flokks-
nefndin heldur: hún er þar með lífið í lúkunum vegna þess
að fyrirsjáanlegt er, að eldivið muni vanta í borgina, þeg-
ar vetrar. Ekkert er líkara en að þetta mál eigi eftir að fara
milli margra nefnda og ráða, en þá gefur Gléb ráðið: láta
höggva við, flytja hann á Bramsberg-brautinni upp á fjallið,
i körfum niður, á vögnum inn í bæinn. Rekstur cements-
verksmiðjunnar á að vísu langt í land enn, en þetta er
upphafið.
En nú er mikið að vinna — að láta gera við allt, sem
skemmzt hefur á þessum tíma, sem það hefur legið í rúst-
um. Koma skipulagi á verkalýðinn, endurbæta brautina,
vagnana, vélarnar. En verkamennirnir voru höfuðlaus her.,
Til að segja fyrir um verkið þurfti verkfræðinginn Kleist.
Kleist verkfræðingur er orðinn enn einrænni en Brynsa,
vélamaðurinn. Hann býr í herbergi, sem verkamennirnir eru
búnir að gleyma. Hann kemur aldrei út. Þjónninn færir
honum það, sem hann þarf með. Hann horfir út um glugg-
ann og lítur með óblandinni fyrirlitningu á þetta fólk, sem
ekki hefur vit á öðru en skemma og gengur svo iðjulaust
og þolir hungur og eymd. Hann, Kleist verkfræðingur, hafði
byggt þetta allt, verksmiðjuna með vélum og reykháfum,.
háu og lágu, allt var það gert eftir fyrirsögn hans. Nú,
þegar það var allt í auðn —
Á þessum manni þarf Gléb að halda og því fer hann
að hitta hann. En þeir hafa þekkzt áður. Meðan hinir hvítu
réðu ríkjum, hafði Kleist látið húðstrýkja Gléb og þrjá aðra