Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 83
Skirnir] Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. 77
mýkja skap afa síns til föður síns, heldur en aðrir beinan.
Að svo miklu leyti sem það varð mýkt.
Enda var nú nóg hert að Daða. Hann átti illt til at-
hvarfs í nágrenni Brynjólfs Sveinssonar. Þó má sjá, að
bezta vinkona biskups, Helga í Bræðratungu, hefur verið
helzta athvarfið. Og Þórði Daðasyni hefur hún unnað og
fengið að hafa hann hjá sér við og við á sumrin (Lífs-
saga Þ. D.).
Haustið 1669 kemur Sigurður Guðnason, svili Daða
(báðir tengdasynir Finns Guðmundssonar á Snjallsteins-
höfða), til Bræðratungu og biður Helgu Magnúsdóttur »auð-
mjúklega að gefa upp það tilkall og kaup, sem hún keypt
hafði af s(íra) Daða Halldórssyni, sem var hálft áttunda
hundrað í Snjallsteinshöfða, hvert kaup Helga Magnúsdóttir
nú uppgaf fyrir 75 ríxdali, Sigurði og Finni Guðmundssyni
til handa«. Meira vitum vér ekki um þessi kaup, en hjálp-
semi Helgu við Daða er hér auðsæ.
Daði Halldórsson fékk Steinsholt í Eystrahrepp (nú
Stóranúps-prestakall) haustið 1671, og þar bjó hann þau
50 ár, sem hann átti eftir ólifuð. En litlir viðburðir eru
skráðir um svo langa æfi. Jón Halldórsson segir, að hon-
um »gekk oft hrumult, eins og fyrir óbænum vorðið hefði«.
Það þurfti ekki óbænir til. Brynjólfur biskup hafði ekki
aðeins reytt hann sjálfan inn að skyrtunni, hann hafði gengið
nær föður hans en oss þykir sæma gömlum vini, hversu
fúslega sem vér játum, að biskup átti um sárt að binda.
Árinu eftir að sira Halldór Daðason hafði undirskrifað sátt-
málabréfið, treystist hann ekki lengur til að stunda em-
bætti sitt. Hann lét af prestskap vorið 1663. En fjórum ár-
um síðar er svo að þrengt þessu örvasa gamalmenni, að
um leið og hann útkljáir öll skuldaskiftin við biskup og
afhendir honum síðustu tiu jarðarhundruðin, verður hann
að láta biskup veita sér sína gömlu annexíu, Reykjadal,
»til uppheldis með fullum presttekjum«. Til endurgjalds
»skal hann þjóna sókninni eða þjóna láta«. Samvizka
biskups var enn opin Hrunamönnum, en hjarta hans var
lokað.