Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 127
Skirnir] Nibelungenlied og hetjukvæðin i Eddu. 121
dögum. Lætur kvæðið Högna koma til og eggja stórræð-
anna, en Gunnar gengst aðallega fyrir fjárvoninni eftir Sig-
urð. í öllu þessu er sýnilega frumlegri frásögn Eddukvæð-
anna (Völs.).
Um vig Sigurðar fer tvennum sögum i Eddu. í Sig-
urðarkviðu skömmu er hann veginn í rúmi sínu. En í Goð-
rúnarkviðu fornu er hann veginn á þingi og í Broti af Sig-
urðarkviðu segir, að hann hafi verið veginn »sunnan Rinar«,
og er þetta hvorttveggja sama sagan. í lesmálskafla á eftir
Broti af Sigurðarkviðu er vísað til þess, að þýðverskir menn
kveði Sigurð hafa verið veginn í skógi. Ekki kemur fræði-
mönnum saman um, hver sögnin sé frumlegri. Vegandinn
er ekki hinn sami í báðum sögunum, og mun réttara að
eigna Högna verkið.
Það mun vera fornt, að Kriemhilde hafi sættzt við
bræður sina, en hitt er rangt, að gullið hafi þá verið sótt
til Niflungalands. Sigurðr flutti gullið með sér til Búrgunda,
og þar var það síðan. Það er og yngri sögn, að gullið hafi
þegar verið tekið af Kriemhilde og fólgið í Rin, enda kem-
ur sama sagan síðar, þegar þess er getið, að þeir hafi tekið
af henni mikið fé, þegar hún bjó sig í förina til Húnalands.
Bendir það til frumsagnarinnar, að gullið var falið í Rín,
þegar Búrgundar voru orðnir hræddir um það fyrir Húnum.
En sagan um fjársjóðinn mun þannig komin til, að Rín
Öutti fram gullsand og gullnámur voru við ána. Hafa menn
þá trúað því, að gull þetta hafi áður verið fólgið í Rín, og
myndaðist þannig sagan um auð Búrgunda. Ennfremur ætla
menn, að fjársjóðirnir hafi verið tveir í upphafi, Sigurðar
og Búrgunda, en verið ruglað saman, og sé þetta ef til
vill fyrsta ástæðan til þess, að Sigurðarsaga og Búrgunda-
saga runnu saman.
í síðara hluta sögunnar eru Eddukvæðin að öllu leyti
frumlegri. Þau skýra svo frá, að Atli hafi svikið bræður
Guðrúnar til fjár, en Guðrún hefnt þeirra grimmilega. Drepið
fyrst sonu þeirra Atla, en síðan brennt höllina upp með
endum, og hafi Atli farist þar með öllu liði sínu. Þetta er
allt í samræmi við frumsöguna, og vantar einungis eitt á: