Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 71
Skírnir] Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. 65
barni. Hún á að hlýða hollum ráðum og áminningum for-
eldranna, hún á að brjóta sinti vilja og geð undir kristi-
lega hlýðni sinna yfirboðara, og hún á ekki að rjúfa þessa
skilmála af þverúð né forsmán (o: litilsvirðing).
Hana þekkjum vér þá nú. En Daða? Var hans ást þá
jafn-heit til Ragnheiðar? Sveik hann hana ekki einmitt,
þegar henni reið mest á? Frá fyrstu heimildum til hinna
síðustu er okkur sagt það. Vér snúum oss aðeins að þeim
tveim frumheimildum, sem fjalla um þetta mál, og þó báðar
eftir sama höfund — þvi að allar síðari sagnir hafa þær
einar fyrir sér.
Síra Jón Halldórsson skýrir í Biskupasögum sínum frá
fæðing Þórðar Daðasonar og segir þar næst:
»Daði . . . átti þó Iitlu siðar tvíbura við hinni sléttustu vinnu-
konu í Skálholti, dóttur Sveins Sverrissonar gamla staðarsmiðs, hvað
biskupi var eitt meðal annars til sturlunar, að haft hefði með lök-
ustu ambátt undir eins og dóttur sina«.
í Prestaæfum sínum skýrir sami höfundur frá sama
atviki með þessum orðum:
»Átti hann barn með henni (o: Ragnheiði) Anno 1661 og undir
eins við Guðriði, dóttur Sveins karls Sverrissonar, sléttustu vinnu-
konu í Skálholti«.
Þegar því er sleppt, að fæðingarár Þórðar Daðasonar
er talið einu ári of snemma í síðari heimildinni, — ef til
vill misritun, — er munurinn óverulegur á frásögninni í
báðum handritum; i öðru talið, að börn Guðríðar hafi fæðst
»litlu síðar«, í hinu »undir eins«.
Síra Jón Halldórsson lifir 56 ár samtíðis Daða, alla tíð
í sama landsfjórðungi, mörg sumur í næstu sveit (Miðfelli
í Ytrihrepp). Er unnt að rengja heimild slíks manns?
í Ríkisskjalasafni Dana hafa hingað til geymzt sakeyr-
isskýrslur vorar, en skörðóttar frá þessum tíma; ekki til
nema frá byrjun og lokum 17. aldar, að undanteknum tveim
árum, 1660—1662.
Fyrri skýrslan nær frá jónsmessu 1660 til jónsmessu
1661, hin síðari frá jónsmessu 1661 til jónsmessu 1662.
5