Skírnir - 01.01.1929, Page 145
Nýskólar og nýskólahugmyndir.
Gftir Sigurð Einarsson.
Um það bil, er ég kom utan síðastliðið haust, var þyt-
ur nokkur í blöðum á íslandi um hugmyndir og aðferðir
nýskólamanna, er svo kalla sig. Mig minnir, að tilefnið
væri þýðing á grein eftir dr. phil. Sigurd Næsgaard, dansk-
an mann. Ég sá aldrei þýðinguna. En greinina las ég, er
hún kom út hér og þótti hún fremur ómerkileg. Var þar
losaralega tekið á harla merkilegu viðfangsefni í uppeldis-
fræði, nefnilega þroskamóti því (Udviklings-form), sem ein-
staklingur öðlast fyrir bein og óbein áhrif frá lífsumhverfi
sínu, og hversu það mætti verða með ýmsum hætti.
Annars var, að því er mér virtist, hvorki upphaf né
endir á greininni. Hitt var fullyrt, að nýskólamönnum væri
sýnna en öðrum um að haga lífsumhverfinu á þá leið, að
þroskamótið yrði sem æskilegast. En á hinn bóginn væri
starfshættir og skipulag ríkjandi skóla á þá leið og svo
bágborið frá sálfræðilegu sjónarmiði og uppeldisfræðilegu,
að auðveldlega mætti Ieiða til allskonar vanheilsu og jafn-
vel andlegrar ónáttúru. Ég hef nú ekki greinina lengur við
höndina, en ætla að þetta sé sönnu nær um innihald henn-
ar. En svo virðist mér sem dr. Næsgaard hafi margt bet-
ur ritað.
Um þetta og þó einkum ýmislegt annað, sem af því
drógst inn í umræðurnar, deildu síðan nokkrir íslenzkir
kennarar af all-miklum móði. Tónninn í umræðunum var
ekki sem skemmtilegastur og lauk með því, að eitt þeirra
blaða, er hlut átti að máli, þvertók fyrir frekari umræður
um málið. Var það illa farið, því að varla verður þvi neit-