Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 183
Skírnir]
Cement.
177
Og þetta er ekki af því, að Dasja elski aðra menn; það
gerir hún ekki, en hún er kommúnisti. Hún stendur í alls-
konar starfi, situr á fundum og í nefndum með öðrum
kommúnistakonum, lítur eftir barnaheimilum og fræðslu
ólæsra kvenna, stjórnar fundi í verkamannafélaginu »Komin-
tern« (það er útlagt kommúnistiskt internationale), les Be-
bel (»Konan og jafnaðarstefnan«) og Lenin á kvöldin og
nóttunni. Hún er sjálfstæð, sterk, hörð, á ekkert til lengur
af kvenlegu voli og viðkvæmni. Hún er kven-maður held-
ur en kona. Hún á ekkert heimili, sefur í húsi þeirra Glébs
(blómin í gluggunum löngu dauð, borðið aldrei þvegið),
borðar í almennings-eldhúsinu.
Hún hefur átt skifti við karlmenn meðan Gléb var í
hurtu, en henni er það ekkert minnisstætt; það hefur ekki
skift máli fyrir hana. Og til Glébs kemur hún loks af frjáls-
um vilja — hún hafði lent i æfintýri með Badjin, forseta
framkvæmdarnefndarinnar, á ferð út í þorpið (Kósakkar
réðust á þau) og verið með honum eina nótt, — eftir það
kemur hún til Glébs. Hún segir honum frá þessu öllu og
það kvelur Gléb — hann er »heimskur«, hann getur ekki
gleymt persónulegum hlutum eins og þessu; hann getur
ekki losað sig við fylgjur einstaklingshyggjunnar.
En hvernig hefur Dasja þá orðið svona? Eitt kvöld
ganga þau upp á fjallið fyrir ofan verksmiðjuna og þá segir
Dasja honum frá því. Það er byltingin, sem hefur gerbreytt
henni. Hræðilegar þjáningar, sem hún þoldi eftir að Gléb
var flúinn i rauða herinn — (þá réðu hvítliðarnir í borginni)
— hún var tekin og yfirheyrð, barin, svívirt. Og hún
vann leynilega, en látlaust, fyrir jafnaðarmenn. í þessum
harða skóla varð hjartað hart og allar blíðar tilfinningar
þornuðu upp.
Og þó eru þær ekki með öllu horfnar. Dasja á enn-
þá blíðu til og hún kemur einkum fram við Njúrku, stúlk-
una litlu, sem er á barnaheimilinu. Þegar Dasja hittir hana,
er hún aftur orðin hin forna Dasja. En starfið er henni
þó, þegar á á að herða, aðalatriðið. Njúrka mornar og þorn-
ar, Njúrka þráir að vera með Dösju, móður sinni, alltaf,
12