Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 201
Skirnir]
Um Vilhjálm annan.
195
En í þetta skifti hefir hann þurft umhugsunartíma, því að
bréfum þessum svaraði hann ekki fyr en 6. jan. næsta ár.
í fyrra bréfinu birtist taktleysi og framhleypni Vilhjálms
í verstu mynd. Hann segir að við búið sé, að afi sinn og
faðir eigi ekki langt eftir ólifað, og því hafi hann samið
ávarp til þýzkra fursta, sem hann ætlast til að sendiherrar
Prússlands við hirðir þeirra geymi í innsigluðum umbúð-
um og afhendi samstundis, er hann taki við ríkisstjórn.
»Keisaradæmið er enn þá ungt, og þessi keisaraskifti verða
hin fyrstu, sem gerzt hafa. í þetta sinn tekur ungur og
fremur óþekktur maður við völdum úr höndum voldugs
þjóðhöfðingja, sem mjög hefir verið riðinn við stofnun og
efling ríkisins. Furstarnir eru nálega allir á svipuðu aldur-
skeiði og faðir minn og verður að virða þeim til vorkunnar
frá mannlegu sjónarmiði, þó að þeim þyki að einhverju leyti
beiskt á bragðið, að gerast undirmenn svo ungs höfð-
ingja«. Síðar getur hann þess, að hann hafi aldrei verið
sammála föður sínum um afstöðu keisarans til furstanna,
faðir sinn hafi jafnan litið á þá sem einskonar lénsmenn,
en hann vilji teija þá starfsbræður sína að vissu leyti og
breyta við þá eftir því. »Mér mun veitast létt . . . að vinna
þá með dálítilli stimamýkt og spekja þá með nokkrum vin-
gjarnlegum heimsóknum. Þá er ég hefi gefið þeim fulla
vissu um eðli mitt og innræti og hefi þá í hendi mér, —
nú, þá munu þeir hlýða þeim mun fúslegar. Því að hlýða
skulu þeir! (»Denn pariert muss werden«). En betra er, að
það gerist af sannfæringu og trausti, heldur en af nauð-
ung!« — Ávarpið til furstanna fylgdi með bréfinu.
Síðara bréfið fjallar um einskonar »innra trúboð«, sem
Vilhjálmur var þá mjög riðinn við. Nokkrir háttsettir menn
i Berlín höfðu stofnað með sér félagsskap til þess að vinna
á móti jafnaðarstefnunni með guðsorði og góðgerðum. Þeim
hafði veitzt auðvelt að ná Vilhjálmi á sitt band, en Bis-
marck hafði enga trú og jafnvel óbeit á þess konar til-
raunum og gazt ekki að því, að prússneskt konungsefni
skyldi ljá fylgi sitt til slíkrar fásinnu. Vilhjálmur þóttist því
13*