Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 113
Skírnir] Nokkrar athugasemdir við Hávamál. 107
þessu erindi, skal vísað til útgáfu Finns Jónssonar og grein-
ar Pippings, sem áður var getið. Mér virðist engin þeirra
viðunandi. Hin eina, er fær fullt mál úr orðunum eins og
þau standa, er skýring B. M. Ólsens: lítil eru geð guma
lítilla sanda lítilla sæva, þ. e. á litlum ströndum við litla
firði eru geð manna lítil. Hér væri þá bent á það, að geð
manna mótaðist af landinu, þar sem þeir búa, sbr.
»Og fólkið er allt eins fallega jafnt
og flatt eins og blessað landið«.
Þegar fyrri hluti erindisins er tekinn út af fyrir sig,
gæti slík skýring vel komið til greina, þvi að engin ástæða
er til að telja það ólíklegt, eins og Gering gerir i »Kom-
mentar« sínum, að fornmenn hafi á þeim tímum, er kvæðið
var kveðið, gert sér ljóst, að náttúran hefur áhrif á geð
manna. En mér virðist sá galli á skýringu Ólsens, að ekki
er gætt sambands fyrri hluta erindisins við siðari hlutann.
í síðari hlutanum er talað um mennina almennt og þvi ólík-
legt, að í fyrri hlutanum sé talað um það, hvernig menn
eru á tilteknum stöðum, og það því fremur, sem fyrri hlut-
inn er um geðið, skaplyndið, en síðari hlutinn um vitið.
Eg leyfi mér því að koma fram með skýringu, er mér hefur
hugkvæmst fyrir einum 20—30 árum: Eignarföllin »lítilla
sanda«, »lítilla sæva« eru samskonar og »lítils háttar«,
»lítils vaxtar«, »lítillar ættar« o. s. frv. og eiga við »geð
guma«. Hugsunin er þá þessi: Geð guma eru litil, lítilla
sanda, lítilla sæva. Sandar eru fjöruborðið, sævar eru sæv-
arföllin. Fjöruborðið er lítið, sævarföllin litil, það tvennt fer
saman. Með öðrum orðum: Það er ekki stórstreymt í
mannssálunum. Þetta eru smásálir. »Geð« er hér sem annar-
staðar í Hávamálum skaplyndið, ekki vitið. Að hafa lítið
geð er gagnstætt því að vera »geðstórr«, »stórlyndr« (sjá
Lex. poet.).
Ef til vill virðist það i fljótu bragði ólíklegt, að forn-
menn hefðu dregið líkingu af sjávarsöndum og sævarföll-
um, er þeir töluðu um geðið. En fyrst er nú það, að ekk-
ert bendir á, að þeir hafi verið miður hugkvæmir en vér,