Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 219
Skirnir]
Um Vilhjálm annan.
213
anlegs gagns, ef þjóð hans hefði nokkru fyr sýnt honum
í tvo heimana. Því að eftir þetta varð hann talsvert orð-
varari og kyrrlátari um langa stund. En þó þoldi hann
ekki Biilow bersöglina og lét hann leggja niður völd litlu
síðar.
En hvað inun hafa valdið öllu þessu eirðarleysi og
hávaða keisarans? Á það hefir verið minnzt áður, að hann
gat ekki verið það, sem hann átti að vera: hermannakon-
ungur. Taugar hins fatlaða manns voru í sífelldu ólagi.
Hann vantreysti sér í rauninni til allra stórræða, f-nda
vissu þeir, sem bezt þekktu hann, að hann var ragur. En
þann skapbrest sinn fyrirvarð hann sig fyrir og beitti öll-
um sínum kröftum til að dylja hann. Þess vegna greip
hann til þess óyndisúrræðis, ef eitthvað bar út af, að öskra
eins og ljón, til þess að verða ekki talinn geit. Það urðu
forlög þessa óhappamanns, að af honum stóð sífelldur
órói og ókyrrð, þó að hann hafi að likindum verið einn
hinn friðsamasti höfðingi sinna tíma í raun og veru. —
Snemma urðu menn þess varir, að keisarinn hafði
óbeit á öllum alvarlegum og erfiðum störfum. Árið 1891
kvartar einn vildarvina hans (Waldersee) yfir því, að hann
sé gersamlega fráhverfur allri vinnu. Skemmtanir, alls-
konar dútl við hermál og flotamál, ferðir og dýraveiðar,
séu honum fyrir öllu. Hann lesi lítið, og er ráðgjafar hans
flytji honum erindi, sé hann ánægðastur við þá, sem ljúki
sér fljótast af. Árið 1910 lýsir Zedlitz-Trutzschler vinnu-
brögðum hans svo: »Verst er, að hann venst meir og
meir af allri vinnu. Hann fer seint á fætur, matast kl. 9,
.......hlýðir síðan á erindi (ráðgjafanna) eitthvað tvær
klukkustundir, þó að honum sé það óljúft og óþægilegt,
og notar hann oft þann tíma til þess að flytja ráðgjöfun-
um erindi sjálfur. Síðan snæðir hann kl. 1, fer út kl 2,.
drekkur því næst te og leggur sig til svefns eftir það. —
Loks undirritar hann nokkur skjöl, áður en hann sezt að
kvöldborði kl. 8. Vegna þess að hann sefur oft allt að
þrem stundum á daginn, fer hann ekki að hátta fyr en kL
12 eða 1. Unir hann sér bezt á kvöldin, er flökkur manna