Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 85
Skirnir] Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. 79
gengið hrumult, eins og orðið hefði fyrir óbænum, bætir
hann við á spássíunni: »Keskni og spé kemur mörgum á
kné«. Raunar er oss ekki grunlaust, að slík orð í slíku
sambandi sé rituð af beinni, persónulegri óvild. Á langri
samleið gat hann vel hafa orðið fyrir hnittni Daða Hall-
dórssonar. En hitt er víst, að keskni átti Daði til, og þeg-
ar hann komst ekkert áfram með kappsmál sitt, tíunda-
skipunina, beitti hann þar ungæðislegum brellum, þótí orð-
inn væri 66 ára gamall.
Þegar Árni Magnússon átti að fara að virða hér jarðir,
barst honum í hendur (1703) austur í Hreppum skjal um
tíundasamþykt frá 1117 og kennt við Bergþór Rafnsson
lögsögumann. Þetta var hin nafnkunna Bergþórs-statúta.
Árni Magnússon dæmdi skjalið falsrit og hélt það samið
til að reyna, hvort hann væri svo mikill fornfræðingur, að
ekki mætti gabba hann. Síðan var því skjali ekkert sinnt
fyr en Jón Árnason biskup reit langa ritgerð því til varnar
(Decategraphia eður Tíundaskrá, Gl. kgl. saml. 116') fol.).
Löngu síðar tók Finnur biskup að sér að sanna fölsunina,
í skemmtilegri og fjörugri ritgerð (Anatome Bergthoriana,
Ny kgl. saml. 1919, 4to), og gerir það með fullum rökum.
En þó að séð verði, að honum muni kunnugt um höfund
hennar, nefnir hann ekki nafn hans, en svalar sér því bet-
ur á honum. Jón Sigurðsson hef ég séð fyrstan nafngreina
höfundinn, Daða Haildórsson, án þess þó að færa til þess
nokkur rök (Safn til s. í. II, bls. 22). En á því leikur eng-
inn vafi, að Daði og enginn annar er höfundur þessa rits.
Það er komið upp í Hreppunum og engum öðrum er þar
til að dreifa um slíka þekking og áhuga á tíundamálinu.
Eftir Daða er ekki annað til í sundurlausi máli en stutt
lýsing á Heklugosinu 1693. En þótt fornt mál sé stælt í
statútunni, má sjá skyldleikann af orðalaginu. í fyrra ritinu
er t. d. fornt og fátítt orð — fátíðara þó á 17. öld —:
árlengis, í nýrri merkingu: árlangt. Sama orð í sömu merk-
ingu er á þrem stöðum í Bergþórs-statútu.
Þetta skjal er til í mörgum afskriftum. Stefna þess er
miklu víðtækari en »presttíund« Daða; hún er rækileg og