Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 40
34
Handritamálið.
[Skírnir
að breytast með tímanum, og gætu íslendingar ekki fengið
neitt aðgert í því efni nema einhverjir samningar væru
gerðir milli ríkjanna um þetta og annað, sem íslenzkt er í
dönskum söfnum. Árnanefndin væri einmitt vel til þess
fallin, að vera sambandsliður milli Dana og íslendinga, en
til þess yrði að breyta henni frá því sem er. Eg tel heppi-
legast að gera þá breytingu á henni, að tveir prófessorar
i íslenzkum fræðum (sögu og bókmenntum) í Reykjavík
yrðu embættis síns vegna meðlimir nefndarinnar; þó að þeir
byggju á íslandi, þyrfti það ekki að hindra þá frá því, að
vera starfandi meðlimir hennar, eins og verki nefndarinnar
er háttað. Fjarlægðin hefur ekki svo mikla þýðingu nú á
tímum, þegar samgöngur eru svo greiðar, að hægt er bæði
að ferðast fljótt og að koma skeytum skjótt milli manna.
Þá ætti og að vera bókavörður við Árnasafn, sem jafn-
framt væri meðlimur nefndarinnar og skrifari hennar; hann
ætti að skipa einungis samkvæmt meðmælum bæði frá
háskólanum íslenzka og þeim danska; auðvitað ætti bezt
við, að hann væri jafnan íslendingur, þó væri ef til vill
réttast að gera það ekki beinlinis að skilyrði, ef maður
annars væri vel fallinn til stöðunnar. Hann ætti að vera
framkvæmdarstjóri nefndarinnar og standa fyrir útgáfum
allra þeirra rita, sem gefin væri út af nefndinni, og fá
menn til að vinna við ritstörf, sem undir hana heyra. Þetta
ætti að vera virðuleg staða og vel Iaunuð; en svo virðist
sem nefndin og danska stjórnin hafi aldrei getað komið
sér saman jafnvel um einfalda bókavarðarstöðu, því að það
hefur stöðugt verið hringl um það fram og aftur.
Eg hef heyrt utan að mér, að eg í sambandi við þessa
breytingu hafi farið fram á stór fjárframlög til nefndarinnar.
Þar í liggur misskilningur nokkur. Eg stakk upp á því, að ef
svona breyting kæmist á, þá væri svo umbúið, að ýmsir styrk-
ir, sem annars væru veittir til íslenzkra eða sameiginlegra
bókmenntalegra fyrirtækja í Höfn, ættu að ganga til nefndar-
innar og hún látin sjá um framkvæmd á slíku, enda ber
danska ríkinu ekki að leggja fram fé til íslenzkra bók-
mennta að öðru en því sem heyrði til samvinnu milli þjóð-