Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 41
Skírnir]
Handriiamálið.
35
anna eða snerti islenzk söín i Danmörku. Eg hef líka bent
á, að dansk-islenzki sambandssjóðurinn gæti varla betur
varið tveim eða þrem þúsundum króna árlega en með því
að fá þær nefndinni, svona breyttri, til umráða; enda er
það aðaltilgangur sjóðsins, að efla andlega samvinnu milli
landanna. En nefndin ætti þá lika að breyta útgáfuaðferð
sinni, og koma bókum sínum betur á framfæri en hún
hingað til hefur gert. Hún ætti ekki heldur nauðsynlega
að þurfa að gefa þær út á dönsku eða íslenzku, heldur
eins og kringumstæðurnar byðu á því máli eða þeim mál-
um, sem bezt ætti við í hvert skifti, svo að þær kæmu að
sem mestum notum, og velja rit til útgáfu, sem eftirspurn
er eftir. Eg man eftir, að eg stakk upp á þvi, að gefin
væri fyrst út handhæg, vísindaleg útgáfa af norrænu skálda-
kvæðunum með enskri þýðingu, inngangi og skýringum,
þvi að það vita fleiri en eg, að tilfinnanleg vöntun er á
slíkri bók. Fyrri útgáfan er nú uppseld að nokkru. Prófessor
Finnur Jónsson væri sjálfkjörinn til þess að sjá um slíka
útgáfu, og þvi ætti að gera það meðan hans nýtur við, því
að ekki mundi auðvelt að finna annan jafnfæran til þess.
Eg er þegar orðinn of langorður og verð því að enda
þessa grein. Að lokum skal eg taka það fram, að æskileg-
ast væri, að nokkrir danskir og íslenzkir háskólakennarar
eða visindamenn væru kvaddir til að athuga þetta mál og
gera tillögur um það, svo að báðar þjóðirnar gætu sætt sig
við. Bezt væri, að þetta væri gert sem fyrst, því að annars
er hætt við, að þessu máli verði slengt saman við sambands-
málið, sem nú mun bráðlega koma aftur til umræðu og
ákvörðunar, en þau tvö mál eiga ekki ieið saman, og ættu
þvi að vera útkljáð hvort fyrir sig. Næsta ár eru tvö hundr-
uð ár liðin frá dauða Árna Magnússonar og mun Árna-
nefndin ætla að minnast þess á tilhlýðilegan hátt. En eg
hygg> að bezt yrði hans minnzt með því að gera enda á
deilum þeim, sem staðið hafa um nafn hans og söfnunar-
starf, og með þvi að fá sæmilega úrlausn á því máli, sem
snertir framtíð íslenzkra vísinda og viðgang þeirra fræða,
sem hann bar mest fyrir brjósti.
3*