Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 31
Skírnir]
Handritamálið.
25
milli félagsins og Norðmanna, sem nú vildu eigna sér
megnið af fornbókmenntunum, og gengu þar á rétt íslend-
inga. Rafn og aðrir stjórnarmenn höfðu hagað sér barna-
lega í þessu efni, og varð því' deilan við Norðmenn til
þess að hreinsa loftið síðar meir, þótt Munch og aðrir færu
með all-miklar öfgar í fyrstu.1)
Nú fóru líka fornfræðingarnir (arkeologarnir) dönsku
að láta til sín taka, og vildu sérstaklega ná í fastasjóðinn
til sinnar starfsemi, fornleifafræðinnar. Allt hélzt þó að
miklu leyti í sama horfi, meðan Rafn lifði, en jafnskjótt og
hann var dáinn, kom fram frumvarp um breytingu á lög-
um félagsins, þess efnis, að við hliðina á fornritadeildinni
skyldi komá fornleifadeild, skyldi hvor hafa sinn skrifara
og skifta tekjunum jafnt. Jón Sigurðsson, sem settur var
skrifari félagsins eftir dauða Rafns, kallaði þetta leirbrúsa-
stefnu, og barðist á móti þessu sem hann mátti, því að
honum þótti þetta ólögleg meðferð á tekjum fastasjóðsins.
Hann reyndi að safna íslendingum saman til þess að mót-
mæla þessu og halda fast við hina upphaflegu stefnu fé-
lagsins um fornritaútgáfu. En þegar á fundinn kom 4. apríl
1865, skárust kapparnir úr leik og greiddu allir atkvæði
með lagabreytingunni, svo að Jón og Grímur Thomsen
stóðu einir á móti. í bréfi til Guðbrands Vigfússonar segir
Jón, að utan fundar hafi Danir viðurkennt, að hann hafi haft
rétt fyrir sér, en samt greiddu þeir atkvæði með breyting-
unni, af því að flestir voru á þeirri hliðinni. Það liggur líka
í augum uppi, að þetta var beint ofan í lögin fyrir fasta-
sjóðnum og öfugt við þann tilgang, sem haldið var fram
við söfnun fjárins erlendis; því að þó svo ætti að heita,
að deildirnar skiftu tekjunum að jöfnu, getur hver sem vill
séð í reikningum félagsins, að fornritadeildin fær upp frá
þessu að jafnaði 500 rdl. eða 1000 kr. á ári, og stundum
’) Félagið vildi helzt eingöngu nota orðin »nordisk« eða »old-
nordisk«, því að þá gat það skilizt sem þetta væri danskt. Líka
notaði það helzt »Nordboer«, en »Nordmænd« mátti ekki nefna. Sbr.
bréf Rafns, í tilefni af grein eftir Gísla Brynjúlfsson yngra, prentað í
Syn og Segn, 31. árg. 1925, bls. 374—75.