Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 158
Í52
Úifljótuí.
j Skirnir
margur í lok landnámsaldar, að orðin heíur verið þörf á
lagasetningu og skipulagi á högum manna framar en verið
hafði, meðan land var að byggjast.
Landnámsmenn voru flestir ættaðir úr Noregi og komu
lika flestir beina leið þaðan. Þeir námu landið reglulitið, að
því er séð verður, að minnsta kosti hinir stærri menn og
framan af landnámsöld. Það fór mjög eftir því, hvar veður
og sjór bar þá að landi, og stundum líka eftir því, hvar
goðunum þóknaðist að láta öndvegissúlur þeirra, sem sumir
þeirra vörpuðu fyrir borð, þegar þeir komu í landssýn,
reka á land. Það var líka óákveðið, hversu mikið land hver
landnámsmanna eignaði sér, að minnsta kosti framan af
landnámsöld. Hefur slíkt mestmegnis farið eftir stórmennsku
landnámsmannsins og því, hvort nokkur hafði áður slegið
eign sinni á land í nágrenninu. Landnámin voru því ekki
skipulagsbundin. Geta verður þó sagna Landnámu um það,
að ekki skyldi maður meira land nema en hann mætti fara
eldi um á dag, og að kona mætti ekki meira land nema
en hún mætti leiða um kvígu sína vorlangan dag. En hver
gat sett þær reglur? Og hver sá um, að þeim væri fylgt?
Hagir landsmanna voru ekki heldur skipulagsbundnir
að öðru leyti að lögum. Löggjafarvald var ekkert til. Og
dómstólar ekki heldur. Athafnir manna stjórnuðust aðeins
af þeim hugmyndum um rétt og rangt, sem þeir fluttu með
sér frá ættlandi sínu. Kynstærstu mennirnir í hverri byggð
og atkvæðamestu — en þetta tvennt fór venjulega saman
— hlutu auðvitað að ráða mestu um hagi þeirra, er í
námunda við þá byggðu. Þeir hafa sett deilur byggðar-
manna sinna og bægt frá þeim, sem á þá leituðu. Vísir til
þingskipunar er setning Þórsnessþings og Kjalarnessþings.
En bæði þessi þing voru aðeins dómþing og vald þeirra
stóð einungis um héraðið eða héruðin umhverfis (sbr. Al-
þingisbækur I, formálann bls. XIV—XVIII).
Þetta skipulagsleysi var vitanlega ekki hættulaust. Út
á við stóðu menn sundraðir, eins og höfuðlaus her. Og inn
á við var í rauninni mjög lítillar stjórnar að vænta. Þess
vegna var mikil hætta á því, að einhver erlendur valdhafi