Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 210
204
Um Vilhjálm annan.
[Skirnir
urnar. Það var Vilhjálmi vel kunnugt, og var því þessi
ónærgætni hans óafsakanleg, enda var Bismarck ekki með
hýru bragði, er hann kom fyrir keisarann.
Samræðurnar fóru og ekki mjúklega þeirra á meðal.
Keisarinn ávitaði Bismarck þunglega fyrir að hafa talað
við Windhorst án sinnar vitundar! Bismarck kvaðst ekki
þola slíkt eftirlit með sér og heimili sínu, að hann mætti
ekki taka á móti þingmönnum og tala við þá, svo sem
sér þætti henta. »Og ekki að heldur þó að konungur yð-
ar fyrirbjóði yður það?« »Ekki að heldur, yðar hátignk
— Eftir það minntist keisarinn á tilskipunina frá 1852 og
heimtaði, að hún yrði þegar numin úr gildi. Bismarck
svaraði, að enginn forsætisráðherra gæti borið ábyrgð á
athöfnum stjórnarinnar, ef hver einstakur ráðherra gæti
ráðið málum til lykta að honum fornspurðum. Vilhjálmi
virðist hafa veitzt örðugt að andæfa þessu skýra og sjálf-
sagða svari, en lét sig þó ekki. En þá beindi Bismarck
allt i einu samtalinu í aðra átt. Hann sá, að nú var úti
um alla samvinnu milli sín og keisarans, og hefir þótt
hæfilegt að gera honum nokkra þá skapraun, er honum
yrði minnisstæð. Hingað til hafði keisarinn sótt á, nú
reiddi Bismarck höndina til höggs.
Hann vissi, að keisarinn ætlaði sér að heimsækja zar-
inn bráðlega, — i annað sinn eftir að hann kom til ríkis.
Hann hafði áður ráðið keisaranum frá þeirri ferð, því að
honum var kunnugt, að keisarinn var zarnum enginn au-
fúsugestur. Alexander 3. gazt afar-illa að Vilhjálmi 2. og
fór ekki dult með þá andúð sína. Til ensku hirðarinnar
höfðu borizt ýmisleg fjandsamleg ummæli hans um Vil-
hjálm, og hafði sendiherra Þjóðverja i London talið sér
skylt að skýra stjórn sinni frá því. Bismarck fer nú að
tala um þessa Rússlands-ferð upp úr þurru, blaðar í bréfa-
tösku sinni og gefur í skyn, að hann hafi gögn fyrir því,
að zarnum sé þessi heimsókn ekki kærkomin. Keisarinn
verður óþolinmóður og biður Bismarck að láta sig vita,
hvað hann hafi í fórum sínum. Bismarck þykist ekki geta
fengið sig til þess, því að keisaranum kynni að mislíka, ef