Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 32
26
Handritamálið.
[Skírnir
ekki það, því að fjárveitingin til hennar fór um langan tíma
til þess að undirbúa rúnaverk Wimmers, og allir sjá, að
það er ekki fornrit. Allar hinar tekjurnar fékk fornleifa-
deildin. Fastasjóður félagsins var árið 1866 orðinn 84,500
ríkisdalir og af þeim höfðu safnast í Danmörku einungis
7,950 ríkisdalir, alt hitt kom frá útlöndum. Hér var þá gjöf-
um frá mönnum, sem þá voru enn á lífi, varið til annars
en þeim hafði verið safnað til. Þetta var auðsjáanlega rangt,
og hef eg heyrt marga útlendinga minnast á það sem
óhæfu; oft talaði Fiske um það og fannst það óleyfilegt at-
hæfi, en hann þekkti Rafn vel og vissi, hvernig hann hafði
farið að við söfnunina erlendis.
Afleiðingin af mótspyrnu Jóns Sigurðssonar var sú,
að hann var ekki kosinn skrifari fornritanefndarinnar heldur
Konráð Gíslason. Jón tók sér það ekki nærri, en skifti sér
víst ekki neitt af félaginu eftir þetta. Síðan hefur félagið
ekki gefið út mikið af fornritum, og sumt af því sem það
hefur gefið út af þeim, hefur verið kostað af Carlsbergssjóði.
Sem dæmi þess, hve tilgangur fastasjóðsins er fallinn í
gleymsku og dá, nægir að nefna eitt dæmi. Árið 1860 gaf
félagið út orðabók Sveinbjarnar Egilssonar yfir skáldamálið
(Lexicon poeiicum), að sjálfsögðu með latneskum þýðingum.
Rúmum fimmtíu árum seinna (1913—16) gaf það út nýja
útgáfu af orðabókinni, en þá voru þýðingarnar allar komnar
á dönsku. Prófessor Finnur Jónsson, sem hefir endurskoðað
bókina og búið hana undir prentun, gerir grein fyrir því,
hvers vegna henni hafi verið snarað á dönsku, og eru
ástæðurnar fyrir því þrjár; fyrst, af því að bókin sé gefin
út og kostuð í Danmörku (það var fyrsta útgáfan ekki
síður); í öðru lagi, af því að honum sjálfum var danskan
tömust; og i þriðja lagi, af því að allir germanistar, hvar
svo sem þeir eru, verði að kunna dönsku. Þó að nafn
félagsins standi sem útgefanda á titilblaði bókarinnar, var
samt prentunarkostnaðurinn greiddur af Carlsbergssjóði.
Þriðja ástæðan, sem próf. Finnur gefur fyrir breytingunni,
er því athugaverðari, sem félagið að nokkru leyti heldur
fast við hinn upprunalega tilgang sinn, að birta sum rit sín