Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 147
Skírnir]
Nýskólar og nýskólahugmyndir.
141
er að finna starfsform, sem hæfir öllu þessu. Að vera ný-
skólamaður í anda og sannleika, er að rata til úrlausna á
slikum viðfangsefnum í öllum vinnubrögðum sínum sem
skólamaður eða kennari.
Ekkert annað.
Það má vafalaust með nokkrum sanni segja, að þetta
sé bágborin skilgreining. En ef skilgreina skal hóp fyrir-
brigða, sem eitthvað hafa sameiginlegt, en skilur um ann-
að, þá er ekki annars kostur en greina það frá, er skilur,
og fella skilgreininguna sem umgerð um það eitt, sem sam-
eiginlegt er. Og ef athugaðir eru »Den frie Skole«, eins og
þær tilraunir hafa verið gerðar í Danmörku, »Landerzieh-
ungsheim« og nýskólar í Þýzkalandi (Die freie Schule) og
nýskólar á Englandi og Ameríku (The organic school o. fl.),
þá verður nálega ekki annað eftir, sem sameiginlegt er,
þegar alls er gætt. Þetta verða menn að hafa í huga, þeg-
ar rætt er um nýskólana sem heild, sem alþjóðastefnu í
skólamálum. Þá tjáir ekki að nefna það nýskóla almennt,
sem aðeins á við einn eða fáa eina. Og í þessari merk-
ingu nota ég orðin nýskóli og nýskólamaður, þegar annars
er ekki getið.
Enn er sá einn hlutur, sem sameiginlegur er flestum
nýskólum. Þeir eru allir, að meira eða minna leyti, í and-
stöðu við ríkisskólana, hina rikjandi skóla. En það er of
neikvæð eigind til þess að skoða megi þá alla sem eina
heild hennar vegna. Þetta er þó oft gert i umræðum um
málið. Þó dettur engum í hug, að skoða allar mótmælenda-
kirkjur sem eina heild, af því að þær séu allar í andstöðu
við páfakirkjuna. En eigi að síður er þetta staðreynd, sem
taka verður tillit til. Hún veldur því meðal annars, að nálega
öll rit nýskólamanna og bókmenntir eru útbreiðslurit. Fyrir
því verður að lesa þau með skilningi á því atriði og mikilli
varhygð. Það er einatt bjartur og hlýr og hressandi svipur
yfir slíkum ritum, andagift hugsjónamannsins og vongleði
brautryðjandans. En í vísindalegri leit eftir sannleika, þeg-
ar um það er að ræða, að knýja lífið til ótvíræðs svars
um ákveðinn hlut, þá er hið kalda heiði rökhyggjunnar