Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 92
86 Lifsskoðun Hávamála og Aristoteles. [Skímir
vorra, og kemur vel heim við það, að telja sjálfræðið fyrsta
skilyrði sælunnar og betra að ráða sjálfur búi, hve vesalt
sem er, en að þurfa til annara að sækja:
þótt tvær geitr
eigi ok taugreptan sal,
þat er þó betra en bæn. (36)
Sjálfræðið er því fyrsta skilyrði sælunnar, en þar næst
»líknstafir« eða »vit«. »Stafir« merkja þarna þekkingu;
»líknstafir« eru sú þekking eða speki, sem til líknar má
verða, þau hyggindi, sem í hag koma, og eru þvi í raun-
inni sama og »vit« i síðara erindinu. Bæði erindin eru ná-
lega sama efnis og bæði leggja þau áherzlu á það, að
»betra er hjá sjálfum sér að taka en sinn bróður að biðja«.
Vér skulum sem snöggvast líta betur á þetta tvennt,
er Hávamál telja frumskilyrði sælunnar. Fyrst er sjálfrœðið.
Enginn getur náð fullum þroska og notið sín til fulls, ef
hann er ekki sjálfum sér ráðandi, heldur verður að sækja
leyfi til annara. Með sjálfræðinu fær maðurinn fyrst þann
veg og vanda, sem æðstur er, að velja og hafna sjálfur og
bera fulla ábyrgð gjörða sinna. En sjálfræðið eitt er ekki
nóg. Til hvers er að vera sjálfráður ferða sinna, ef maður
kann ekki fótum sínum forráð? »Vits er þörf« (5). Vitið
er ljós á vegum vorum og lampi fóta vorra. Það er hæfi-
leikinn til að skilja ný viðfangsefni, átta sig á því, sem
maður kann ekki tökin á, finna leið þar sem vandratað er:
Vits er þörf
þeim er víða ratar,
dælt er heima hvat.
Heima er allt auðvelt. Þar hefur maður smám saman lært
tökin á öllu, lært þau af dæmi annara. Til þess þarf lítið
vit. Þess vegna er heimskt heimaalið barn.
Höfundi Hávamála verður hlýtt um hjartarætur, er hann
minnist á vitið:
Byrði betri auði betra
berrat maðr brautu at þykkir þat í ókunnum stað,
en sé manvit rnikit; slíkt er válaðs vera. (10)