Skírnir - 01.01.1929, Page 176
170
Úlfljótur.
[Skírnir
svo afskekktri og fjarlægri sveit. Það gat verið hætta á
því, að maður úr þessum sveitum tepptist á leiðinni og
gæti því ekki verið kominn til þings á réttum tíma. Af
þessum ástæðum var miklu skynsamlegra að kjósa einhvern
úr héruðunum í grennd við Þingvöll. Þar varð fyrir valinu
sonur eins merkasta landnámsmannsins, Hrafn sonur Ketils
Hængs, er inni brenndi Hildiríðarsonu, og hefndi þar með
Þórólfs Kveldúlfssonar, sem kunnugt er.
Hér er þess ekki kostur að rannsaka það, hvernig Úlf-
ljótslög hafi verið. Þau eru því miður ekki geymd, nema
að örlitlu leyti. En eitt má af þvi ráða, sem geymzt hefur,
um manninn, sem mestan þátt hefur átt í þeim. Hann hef-
ur, eins og flestir samtíðarmenn hans, haft sæmilega ómeng-
aða Ásatrú. Hann hefur og haft þá trú, sem víst hefur verið
algeng á þeim tímum, að ýmsar vættir byggi í landinu, í
jörð og á, sem vernduðu það og ibúa þess. Og svo miklu
þótti honum, og öðrum mönnum, vist þeirra skifta, að upp-
haf Úlfljótslaga lagði bann við því, að fæla þessar vættir.
Ekki er það kunnugt, hversu lengi Úlfljótur hefur uppi
verið eftir að Alþingi var sett. Hann er ekki nefndur eftir
það. Hann hefur hvorki staðið í þingdeilum né vígaferlum,
og því hafa munnmælin geymt svo fátt um hann. Samt
sem áður hefur hann unnið mesta nytjaverk sinnar tíðar,
•og saga íslands mun því geyma jafnan þetta litla, sem
■um hann verður vitað.