Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 64
58 Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skirnir
18. maí má sjá, að Guðmundur Jónsson, sýslumaður
Árnesinga, er þar á staðnum. Vér vitum til hvers hann er
kominn, þótt ekki sé þess getið hér. Hann er kominn til
að krefja inn sakeyrinn fyrir skirlífisbrot Ragnheiðar. Aldrei
hefur biskup selt neinn hlut svo dýru verði eins og þá
mynt, sem hann borgar í dag. Þegar hann leggur þennan
hálfa ríkisdal á borðið, hefur hann krafist fyrir hann í and-
virði vorra peninga um 60.000 króna.
Jónsmessukvöld þetta vor gerir biskup erfðaskrá sína,
áður en hann sendir Halldór son sinn til Englands. Hann
skiftir hér að réttum lögum milli barna sinna, ætlast til að
Halldór erfi allar jarðir sínar í Austfjörðum, Ragnheiður í
Borgarfirði. Hann telur eignir sínar þá 9 hundruð hundraða;
af þeim fær Ragnheiður 3 hndr. hndr. Eftir sinn dag vill
hann, að Margrét »hafi heimili og þjónustu hjá Ragnheiði«
. . . »Skil ég það til, að þessi min börn óttist guð og heiðri
kónginn og öll kristileg yfirvöld, geri gott, einkum trúar-
innar heimkynni [o: kirkjunni], og elski og iðki guðs orð
og kristilegar dyggðir allar, mannvit, iðnir og kunnáttu, og
haldi þar til sinum börnum, ef þeirra verður auðið, sem
ég héfi þeim í öðrum stað gjör fyrirskrifað. Haldi þau sam-
an í öllu kristilegu og brjáli ekki við aðra burt þessum
sínum eignum, hvorki fyrir fast né laust undir nokkru skyni,
án hins annars vitundar og samþykkis, því ég hef miklu
þar til kostað að koma þessu svo saman, sem mér hefur
þótt hvoru hagkvæmt í sínu héraðk. Og í lok »arfaskifta-
bréfsins« líkist biskup margra alda ættföður, risnum beint
upp úr Gamla Testamentinu: »Að lyktum óska ég, að al-
máttugur guð leggi sína blessun yfir þessi börn og alla
oss, bæði til sálar og lífs, svo sem hann hefur blessað börn
forfeðranna, og gefi ótta og elsku í hjartað, vit og vilja til
alls góðs, en verndi og varðveiti frá öllu vondu, veiti þeim
að þessi eign verði þeim og þeirra réttum erfingjum og
eftirkomendum holl og heppin, langgæð og lukkurík, eftir
guðs föðurlegum vilja«.
Hér finnum vér aftur eiginhandar-nafn Ragnheiðar
undir, og hvergi síðar. Höndin er æfð, fjörleg og hispurs-