Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 159
Skírnir]
Úlfljótur.
153
mundi reyna að seilast til landsins. Haraldur hárfagri var
til þess manna líklegastur. Enda er sagt, að hann hafi fljót-
lega gert tilraun í þá átt. Sendi hann hingað mann, að
nafni Una, er kallaður var hinn danski, Garðarsson, þess
er fann ísland. En Uni fékk heldur kaldar viðtökur, eins
og reyndar mátti vænta, því að ekki var líklegt, að lands-
menn gengi fúsir á hönd Haraldi konungi hárfagra, þar sem
allmargir gildustu landnámsmennirnir, sem þá voru enn
lífs, höfðu bæði látið ástvini sína, eignir og ættjörð fyrir
honum. Uni nam hér upphaflega land í Austfjörðum og
hýsti bæ við Unaós. En Brynjólfur hinn gamli er sagður
hafa tekið mikið af landnámi hans, að honum nauðugum,
að því er ætla má. Þegar landsmenn vissu fyrirætlanir Una,
þær, að hann fengi komið landinu undir konung og gerðist
síðan jarl hans yfir því, þá ýfðust þeir svo harðlega við
honurn, sem gera má við mann án þess að hann sé ofríki
beittur: Þeir vörnuðu honum bæði vista og kvikfjár, þó að
hann byði fé við. Þeir einangruðu hann, eins og menn gera
nú stundum við menn, sem þeir vilja ekki hafa í nágrenni
við sig. Eindregnari svör með þögninni einni var ekki unnt
að gefa við málaleitan þessari. Hraktist Uni nú úr héraði
og barst vestur til Álftafjarðar eystra. En ekki hélzt hann
þar heldur við og hrökklaðist nú vestur í Skógahverfi, og
skaut Leiðólfur kappi, sem þar hafði numið land, skjóls-
húsi yfir hann um stund. Launaði Uni svo vistina, að hann
gat barn við dóttur Leiðólfs, en vildi þó ekki fá hennar.
Og urðu málalyktir þær, að Leiðólfur vá Una. Þau urðu
örlög hins fyrsta erindreka erlends valds á íslandi. Hefur
enginn eftir Una mælt, enda mun hann fáum hafa orðið
harmdauði hér á landi.
Af frásögn Landnámu má ráða það, að Uni hafi numið
land við Unaós áður en Brynjólfur gainli kom út, því að
Brynjólfur tók land af honum. Og er sagt frá þessu bein-
línis í sambandi við landnám Brynjólfs. Guðbrandur Vig-
fússon telur Brynjólf hafa numið hér land 895—900, og
hefði Uni þá átt að hafa komið til landsins fyrir 900, eins
og Guðbrandur líka lætur hann vera (Safn I, 494). Hins