Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 142
136 Nokkrar athugasemdir við Haraldskvæði. |Skirnir
bera brennandi (eða logandi) ker i kringum eldinn, en ekki
brennandi viðarflisar (spæni) gegnum eldinn.
E. A. Kock hefur í Notationes norrœnæ, § 1506, komið
með aðra skýringu á þessum stað, sem í sjálfu sér er eðli-
leg, ef maður telur það mögulegt, að hér sé að tala um
eldlistir. Hann álítur, að „brinnanda“ eigi við „eld“, en
ekki við spán, og skýrir svo, að bæði húfurnar og spæn-
irnir hafi verið útbúið á þann hátt, að það hvorugt gat
brunnið, þó að eldur léki um það. Ég játa, að þessi skýr-
ing er möguleg —, en er samt ekki sannfærður um, að
hún sé rétt, a. m. k. ekki hvað húfurnar snertir. Mér finnst
ástæða til, að lafandi húfum hafi verið drepið undir lind-
ana, en alls ekki logandi húfum.
Ef maður nú, eins og E. A. Kock, lætur »brinnanda«
heyra til »eld«, en les »sponn« = ker, eins og ég hef
stungið upp á, er meiningin, að kerin (og þá líkl. drykkjar-
ker) hafi verið borin kringum eldinn. — En ef orðið »brinn-
anda« er látið eiga við »spgnn« og tekið sem fleirtölumynd
o; "jrennandi ker, þá verður að spyrja, hvað við er átt.
Líkast þykir mér þá, að í kerunum hafi verið borinn
í kringum langeldana einhver heitur drykkur, einskonar
púns eða heitt vín. Hjá Rómverjum í fornöld var heitt vín
oft notað til drykkjar, og við finnum þess oft getið snennna
á miðöldum í vesturhluta Norðurálfunnar, t. d. á Frakklandi
á dögum Mervikinga og Karlunga.1) Orðið »brennandi« gæti
þá þýtt ýmislegt, — fyrst og fremst »brennandi heitur«,
bæði um drykkinn sjálfan og kerin. En líka gæti hugsazt,
að kveikt hefði verið á drykknum í kerunum, ef vínið hefði
haft nægilegan vínanda í sér. En að »afbrenna« vín hefur
hlotið að vera sjaldgæft, ekki sízt í Noregi, og ég veit ekki
til, að neinstaðar í fornbókmenntum vorum finnist þess getið.
Samt er það ekki óhugsandi. Og víst er það, að þá skilur
maður betur reiði skáldsins við leikarana. Það er alveg
áreiðanlegt, að skáldum Haralds konungs og hirðmönnum
’) Sjá um þetta efni M. Heyne, Deutsche Hausalterthiimer II,
368 og rit þau, sem þar eru tilfærð.