Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 167
Skírnir]
Úlfljótur.
161
Því miður vantar skýrslur um það, hverir helztir hafi
verið forgöngumenn um lagasetningu og ríkisstofnun á ís-
landi. Það eitt er vitað, að Úlfljótur fór utan til Noregs
sextugur eða hálf-sextugur til þess að undirbúa lagasetn-
inguna. Óhugsandi er, að hann hafi ráðizt í þetta vanda-
mál án þess að hann hafi ráðfært sig við ýmsa beztu menn
landsins og án þess að hann hafi haft vitneskju um það,
að margir þeirra væri hlynntir tilraun þeirri, sem hann ætl-
aði að gera um ríkisstofnun og lagasetningu. Það er nú að
vísu líklegt, að Úlfljótur hafi verið í höfðingjaröð þar aust-
ur. Hann settist í land Þórðar skeggja og er líklegt, að
hann hafi þar með tekið þá forystu, sem Þórður mun haft
hafa fyrir mönnum þar í sveit. En líklega hefur Úlfljótur
ekki verið meðal ríkustu höfðingja landsins, þótt hann væri
stórættaður, enda er hann ekki nefndur í höfðingjatali í lok
landnámsaldar. En það gæti þó stafað af öðru. Hann gæti
hafa látizt um þær mundir. Vafalaust hafa margir beztu
menn landsins tekið þátt í ráðagerðum um utanför Úlfljóts
og lagaundirbúning. Vita menn nú ekki, hverir þar hafa
mestan og beztan hlut átt að máli. En af líkum má nokk-
uð ráða um suma þeirra.
Kyngöfgastur maður í eystri hluta Skaftafellssýslu og
í grennd við Úlfljót og mest virður hefur verið Hrollaugur
Rögnvaldsson Mærajarls. Hrollaugur tók fyrst Iand í Leiru-
vogi fyrir sunnan heiði og dvaldist þar einn vetur. Nam
hann að lokum Hornafjörð, sennilega um 910. Frá Hrollaugi
er margt stórmenni komið á íslandi, svo sem Síðu-Hallur,
biskuparnir Magnús Einarsson og Jón helgi Ögmundsson,
Gissur jarl og Sturlungar o. fl. Hrollaugur hefur verið engi
styrjaldarmaður, eftir því sem ráða má af orðum föður
hans, þegar umræða varð um för Hrollaugs tíl Orkneyja,
til þess að taka þar jarldóm eftir Hallað son jarls. Hrollaug-
ur mun hafa verið roskinn maður og ráðsettur, þegar hann
fór til íslands. Var honum spáð því, að þar mundi hann
þykja göfugur maður. Sakir ættar sinnar og mannkosta
hefur hann verið mikils virður í héraði sínu og fyrirmaður
annara þar. Til marks um höfðingsskap hans er það, að
11