Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 122
116 Nibelungenlied og hetjukvæðin í Eddu.' [Skírnir
hver flokkurinn af öðrum, þar til Hagen og Gunther stóðu
einir uppi, en þá hafði Kriemhilde ekki fleirum á að skipa
til aðsóknar. En Þiðrik af Bern hafði setið hjá með menn
sína, þar til í síðustu hríðinai, að Hildebrand, fóstri hans,
hafði veitt Búrgundum atgöngu og látið alit lið sitt. Fer
Þiðrik þá á vettvang og býður þeim Hagen grið, ef þeir
gangi sér á hönd, en þeir neita. Gangast þeir þá að, Hagen
og Þiðrik; verður þeirra atgangur bæði langur og harður,
en að leikslokum yfirstígur Þiðrik Hagen og færir hann í
böndum til Kriemhilde. Síðan berst hann við Gunther og
fer á sömu leið. Þiðrik lætur Kriemhilde heita sér því að
þyrma föngunum, en þó lætur hún kasta þeim í fangelsi,
og er Gunther þar tekinn af lífi. Sýnir hún Hagen höfuð
hans og skorar á hann að segja til gullsins. Hann neitar
sem fyr og kveður það aidrei munu finnast. Tekur Kriem-
hilde þá sverðið Balmung, er Siegfried hafði átt og Hagen
hafði flutt þangað, og heggur hann á háls í viðurvist Atla,
Þiðriks og Hildebrands. Þeim fallast hendur við þetta til-
tæki, Atla og Þiðrik, en Hildebrand þolir ekki slíka smán,
að kona skuii leggja að velli hinn mesta kappa. Hleypur
hann til og leggur hana sverði. Og lýkur þar sögunni.
III-l
í fornöld bjuggu Búrgundar milli Oder og Weichsel,
en fluttust þaðan vestur að Rín, laust eftir árið 400. Um
þær mundir stýrði ríkjum konungur að nafni Gundicarius.
Árið 435 átti hann orustu við Aétius, hershöfðingja Róm-
verja, og beið ósigur, en 2 árum síðar barðist hann við
Húna og féll með öllu liði sínu. Var þá lokið ríki Búrgunda;
flosnuðu þeir upp og færðu bústaði sína enn á ný og sett-
ust nú að i Savoyen. Nafn þessa konungs þekkist einnig
úr heimild frá upphafi 6. aldar (Búrgundalögum). Þar telur
Gundobad konungur upp forfeður sína og nefnir þessa
meðal annara: Gibica, Godomar, Gislahari og Gundahari.
Ætla menn, að Gibica sje Gjúki, en hinir synir hans: Godo-
mar sé Goðormr, Guttormr, Gislahari sé Geiselher og
Gundahari eða Gundicarius Gunther eða Gunnar.