Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 21
Skírnir]
Handritamálið.
15
var þetta innlimað i safnið eins og það væri eign búsins.
Þetta hefur orðið orsök til mikillar óánægju meðal Norð-
manna og íslendinga, og hefur kastað skugga á minningu
Árna Magnússonar, þó að sökin sé eiginlega ekki hans held-
ur skiftaráðendanna.
Auk þess sem Árni fékk að láni af skjölum og bókum
frá opinberum íslenzkum stofnunum eða embættismönnum,
áskotnaðist honum mörg skjöl og embættisbækur hjá mönn-
um víðsvegar um land, fyrir borgun eða sem gjöf, og
stundum til láns. Þetta voru jafnaðarlegast bækur, sem
höfðu komizt á flæking. Þannig fékk hann all-mikið frá
erfingjum síra Torfa í Bæ af bókum, sem komnar voru úr
búi Brynjólfs biskups, en eiginlega heyrðu til Skálholts-
kirkju. Sömuleiðis frá Oddi Sigurðssyni lögmanni, en það
var erfðafé frá Oddi biskupi. Alþingisbókum sóttist hann
og eftir og safnaði sem flestum eintökum af þeim, er hann
gat náð í, og átti víst að lokum ágætt safn af þeim, en
það mun hafa gereyðst í brunanum; telur dr. Jón Þorkels-
son það orsök til þess, að engin handrit eru nú til af þeim
frá sumum árum á seytjándu öld, svo sem 1607—21, því
að Árni hafi látið greipar sópa um það. Öllum Jónsbókar-
handritum safnaði hann, er hann fékk tangarhald á, hvort
sem var frá opinberum stofnunum eða einstökum mönnum,
svo að nú eru í Árnasafni um 70 handrit af henni, og þó
munu víst all-mörg hafa farizt í brunanum. Þetta var þó
lögbókin, sem þá var í gildi. Auk þess höfðu mörg handrit
af henni komizt til annara erlendis, svo sem til konung-
lega bókasafnsins í Höfn (þar eru nú um 40, en mörg
þeirra komu seinna). Hefur því ekki verið um auðugan
garð að gresja heima fyrir af þeirri lögbók eftir allan þann
útflutning. Að vísu voru til slæmar prentaðar útgáfur; en
ekki þykir mér óliklegt, að þessi handritasöfnun hafi stuðl-
að til þess, að farið var á þessum tímum að dæma eftir
dönskum lögum, í stað eldri landslaga, enda dró Árni sjálf-
ur eigi dul á það, að Jónsbók væri orðin úrelt.