Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 233
Skirnir]
Ritfregnir.
227
ar kirkju er til mjög merk saga: »Á bæ þeim, er að Hofi heitir,
varð sá atburður, að þann dag, er Páll biskup skyldi þar koma kirkju
að vigja, var vátviðri mikið, og margra annara tiginna manna var
þangað von, en hús eigi þétt og þótti beinaspell á mundi verða.
Þá fóru forráðsmenn til kirkju, og báðu heilagan Þorlák biskup árn-
aðarorðs við guð, að af tæki regnið, og hétu því, að Þorláki biskupi
skyldi kirkju vígja, ef þau mættu ráða. Þá tók þegar af allt regnið
og var sú kirkja fyrst vígð og helguð hinum heilaga Þorláki biskupi.
Þessi jarteign vakti svo upp hugi manna til ástar við signaðan Þor-
lák biskup, að hvar sem nýjar kirkjur voru, þá létu menn honum
vigja* (Bps. I, 316).
26. Hof I Vatnsdal. Þessa kirkju vantar i skrána og eru þó til
tvær öruggar heimildir um helgun hennar. Eignaskrá kirkjunnar er
til frá c. 1470. Þar segir: »Kirkja sæls Jóhannis tvangelistæ, er stend-
ur á Hofi í Vatnsdai« (D. I. V, 589). Og bréf um gjöf til kirkjunnar
er til frá 1532: »Ég hef gefið kirkju hins sæla Jóhannis evangelistæ,
er stendur að Hofi í Vatnsdal . . .« (D. I. IX, 608).
27. Hólar l Gnúpasveit. Þeirri kirkju er ofaukið i skránni. Það
er sama kirkja og Presthólakirkja, sem höf. telur annars staðar í
sinni réttu röð.
28. Hólmur á Rosmlwalanesi. Höf. nefnir verndardýrlingana,
Mariu og Þorlák, en getur ekki um, hver muni vera nafndýrlingur-
inn. Er það mjög Ijóst, bæði af Hítardalsbók og Vilkinsmáldaga,
að það var Maria (D. I. III, 221; IV. 105).
29. Holt á Síðu. Höf. telur kirkjuna Nikulási helgaða, eins og
segir í Vilkinsmáldaga (D. I. IV, 237). — Hins getur höf. ekki, að
jafn greinilega er hún kölluð Mikaelskirkja í Hítardalsbók (D. I. III,
235). Annars staðar hef ég ekki rekið mig á helgun hennar.
30. Hrafnabjörg i Hörðudal. Með kaupbréfi frá 31. des. 1393
(D. I. III, 491, sbr. VIII, 15) er sú jörð seld. Þess jafnframt getið, að
bænhús er á jörðinni og um það sagt: »Bænhús á skóg allan í Páls-
holt(i)«. Svo sem síðar verður nánar að vikið, er mjög sennilegt að
af þvi megi draga þá ályktun, að bænhúsið hafi verið helgað Páli
postula.
31. Húsafell í Borgarfirði. Þá kirkju vantar í skrána. Hún var
helguð Maríu og Cecilíu (D I. VII, 737).
32. Hvammur í Vatnsdal. Höf. telur þá kirkju helgaða Maríu
einni, enda er svo talið í Auðunarmáldaga (D. I. II, 476). — En i
vísitazíu Jóns biskups Vilhjálmssonar frá 1432 er, meðal húnvetnskra
kirkna, getið tveggja Hvammskirkna án nánari ákvörðunar, að öðru,
en að getið er helgunar þeirra beggja. Kemur vel heim um aðra, að hún
sé HvammuríMiðfirði, bæði að röð og helgun kirkjunnar. Hin hlýtur
að vera Hvammskirkja í Vatnsdal. Fara á eftir í röðinni tvær aðrar
kirkjur i Vatnsdal, enda telur doktor Jón Þorkelsson svo í efnisyfir-
15*