Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 202
196 Um Vilhjálm annan. [Skírnir
þurfa að afsaka sig bréflega við Bismarck, en ætlaði sér
um leið þá dul að telja hann á sitt mál.
Svar Bismarcks við bréfum þessum var langt og ræki-
legt, — 6 þéttprentaðar blaðsíður. Hann segist leyfa sér
að endursenda Vilhjálmi ávarpið og »legg ég það til lotn-
ingarfyllst, að það verði brennt tafarlaust«. Hann bendir á,
hver áhrif það mundi hafa á hinn aldurhnigna keisara og son
hans, ef menn kæmust of snemma á snoðir um þetta skjal.
»JafnveI þetta eina eintak, sem ég hefi geymt vandlega i
lokaðri hirzlu, gæti komizt í aðrar hendur en skyldi; en ef
gerðar væru tuttugu afskriftir af því og þær fengnar sjö
sendiherrum til geymslu, þá margfaldast möguleikar óheppi-
legra tilviljana«. Ennfremur bendir Bismarck á, að það
mundi vekja óheppilega eftirtekt við hirðir Þýzkalands, að
ávarpið væri samið að keisaranum og syni hans lifanda,
því að það hlyti að komast upp, þó að allt gengi vel að
öðru leyti. Annars tjáir Bismarck Vilhjálmi velþóknun sína
fyrir það, að hann hafi réttan skilning á stöðu furstanna
innan þýzka ríkisins; þeir séu ekki þegnar keisarans, held-
ur bandamenn hans, og það væri háskaleg pólitík að móðga
þá svo, að þeir yrðu andvígir keisaradæminu. En sterkasta
stoð konungsvaldsins er konungur, »sem er fastráðinn í
því, að vinna ekki eingöngu með atorku að stjórnarstörf-
um á friðartímum, heldur að standa á hásætispallinn og
berjast með sverð í hendi fyrir rétti sínum, ef háska ber
að höndum, og falla heldur en víkja. Slíkan höfðingja svík-
ur ekki einn einasti þýzkur hermaður!«
Þetta bréf er eitt hið merkilegasta skjal, sem til er frá
hendi Bismarcks, og minnir fastlega á Bersöglisvísur Sig-
hvats, þó að það yrði því miður ekki að slíku gagni sem
kraftakvæði hins mikla hirðskálds. Hinn gamli maður er
allur á glóðum, því að nú þekkir hann unglinginn, sem á
bráðlega að setjast við stýrið. Það er sem hann óri fyrir
hinum sorglegu endalyktum keisaradómsins og að Vilhjálm-
ur muni ekki standa með sverð í hendi á hásætispallinum,
þegar mestu varðar. Hann hefir að líkindum ekki haft hug-