Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 23
Skírnir]
Handritamálið.
17
vörzlum hennar án þess nokkur hafi mótmælt; einn nefnd-
armanna, lögfræðingurinn A. S. 0rsted, neitaði þó, að hér
gæti hefð komið til greina, þar sem hér væri um lán að
ræða úr opinberum söfnum og það jafnvel að stjórnarboði
til embættismanns (sbr. bréfið frá 1687 til handa Bartholin).
Danir þybbuðust lengi við, en loks féllust þeir á það að
afhenda þetta, ef þeir fengju í skiftum fyrir það skjalasafn
Kristjáns annars, sem Norðmenn höfðu keypt á Þýzkalandi;
þetta safn átti auðvitað ekkert erindi til Árnanefndarinnar,
og það snerti eins mikið Norpg eins og Danmörku. Þeg >r
á átti að herða, gengu Norðinenn frá samningunum eins
og eðlilegt var, og síðan hefur ekkert gerzt í málinu.1)
Það stóð nokkuð líkt á með þessi norsku skjöl eins
og margt af því, sem Árni haf i fengið frá íslandi. En ís-
lendingar gátu ekki þá gert sig svo gilda gagnvart Dönum
eins og Norðmenn, því að þeir höfðu engu skipulagi komið
á skjalasöfn sín; aldrei hafði danska stjórnin hirt um þau
hið minnsta, svo að þau hefðu getað farið veg allrar ver-
aldar hennar vegna, nema þegar hún vildi fá þau send til
Danmerkur, eins og skýrt hefur verið frá að framan. Lands-
skjalasafn var hér fyrst stofnað að nafninu til 1882, en
engri verulegri reglu var komið á það fyr en dr. Jón Þor-
kelsson tók við því árið 1900. Svo kom heimastjórnin 1904,
og loks var útlit fyrir, að söf in fengju þak yfir höfuðið.
Þá bar núverandi þjóðskjala örður, Hannes Þorsteinsson,
fram á Alþingi 1907 svohljóðandi þingsályktunartillögu:
»Neðri deild Alþingis ályktar að skcra á stjórnina, að gera
ráðstafanir til þess, að skilað verði aftur landinu öllum
þeiin skjölum og handritum, sem fyrrum hafa verið léð
Árna Magnússyni og eru úr skjalasöfnum biskupa, kirkna,
klaustra eða annara embætta eða stofnana hér á Iandi, en
hefur ekki verið s ilað til þessa«. í tilefni af þessari þings-
ályktun fól ráðherrann dr. Jóni Þorkelssyni, landsskjalaverði,
að semja skýrslu um þessi skjöl og handrit. Dr. Jón sá það
') Um þetta má lesa i nýlegum bæklingi eftir Chr. Brinchmann,
ríkissk'alavörð Norðmanna: Norges arh'iusnker i Danmnrk. Populœr
fremstilling au utleueringerne 1820—1851. Oslo 1927. 8vo. 30 bls.
2