Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 148
142
Nýskólar og nýskólahugmyndir.
[Skírnir
heilsusamlegra en allt »uppbyggilegt« hjal; þá er auð-
mýktin gagnvart hinni lítilfjörlegustu staðreynd betri kost-
ur en guðmóður og hrifning yfir útsýni því, er hugsjónir
veita, og væri þó lífið fánýtt og kalt, ef ekki væri einnig
sliku til að dreifa.
Nú skal litið á eitt megindeiluefni nýskólamanna og
þeirra, er eldri stefnum fylgja, ef vera mætti, að það varp-
aði nokkru ljósi á innbyrðis afstöðu þessara tveggja stefna.
Öllum ungum nýskólamönnum, sem svo að segja hafa
»tekið trú«, verður tíðrætt um frelsi það, er ríkja skuli í
námi barnsins og starfi og gildi þess fyrir árangur upp-
eldisins. Gamli skólinn er ófrjáls, því tjáir ekki að neita.
Það er óneitanlega eitthvað hálfagalegt við aldurs-bekkja-
skiftinguna, 50 mín. kennslustund, sem hvorki má vera
lengri né skemmri, alla þessa sundurhlutun námsefnisins í
námsgreinar, sem börnin læra aldrei að finna neitt lifandi
samhengi á milli, — einkum þar, sem hver kennari kennir
sína námsgrein, — lestraráætlun fyrir allan veturinn, stund-
um allan skólagöngutímann, próf og einkunnagjafir.
Hundruð, þúsundir barna eru dregin í gegnum sömu
löð dag eftir dag, ár eftir ár. Þau koma úr ýmsum áttum,
ólík að skapferli og reynslu, áhugamálum og gáfum, sið-
gæði og mannkostum. Og að náminu loknu hverfa þau í
allar áttir, til hinna ólíkustu starfa, áhugamála, viðfangs-
efna. Ef vel væri, ætti straumur æskulýðsins að falla jafnt
og sveiflulítið til allra þeirra svæða, þar sem þjóðfélagið
þarfnast manna. Þegar misbrestur verður á því, liggur freist-
andi nærri að ætla, að það stafi meðfram af því, að allir
eru dregnir í gegnum sömu löð á skólaárunum, þótt vitan-
lega komi þar einnig hagsmunalegar orsakir til greina.
Ófrelsið er meðal annars fólgið í því, að bekkurinn starfar
með ákveðnum vinnuhraða, — má til að gera það vegna
lestrarskrárinnar, prófsins og fræðslulaganna. Þessi vinnu-
hraði hæfir aðeins örlitlum hluta bekkjarins, meðalmönnun-
um. Duglegustu börnin doðna upp, verða löt af aðgerðar-
leysi, seinfæru börnin þreytt og áhugalaus af því að vera
sífellt á eftir, Bekkurinn verður að tosa þeim áfram (sam-