Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 154
148
Nýskólar og nýskólahugmyndir.
[Skírnir
Rannsóknir virðast benda til, að það verði einkum við-
vikjandi fyrstu spurningunni, sem nýskólamenn verði eitt-
hvað að slaka á klónni. Að vísu má það heita nokkurn-
veginn sannað, að munurinn á vitsmunalífi barns um 8—9
ára aldur og fullorðins manns sé fremur munur magns og
umfangs en eðlis. Úr því komið er á þann aldur, taka að
koma fyrir hjá barninu allir hinir sömu dómar og tegundir
ályktana sem hjá fullorðnum. Og hjá heilbrigðu barni þarf
aldrei að óttast skort á starfsvilja, ef þau hafa áhuga fyrir
viðfangsefninu. En hér gegnir sama máli, sem um margar
aðrar kröfur nýskólamanna. Þær hafa mótazt í andstöðu
við gömlu skólana, þær eru tilfinningamál, hugsjón, og þá
er jafnan hætt við öfgum. Hve miklar eða litlar þær kunna
að vera, verður tíminn að leiða i ljós.
Um næstu spurninguna er því til að svara, að á því
er enginn vafi, að börn nema mikið og þroskast vel í ný-
skólunum. En það má engum á óvart koma, þótt það sé
einatt nokkuð annað, sem þau nema, en tíðkast í öðrum
skólum og að margt verði útundan, sem venjulegar lesskrár
krefja að numið sé. Sumum kann að virðast það svo alvar-
legt mein, að ekki þurfi framar vitna við um fánýti nýskól-
anna. En það er hinn mesti misskilningur. Rannsóknir hafa
leitt í ljós, að það er alveg ótrúlega lítið, sem menn hafa á
reiðum höndum af barnaskólaþekkingu sinni þegar komið
er um tvítugt, ef námi er algerlega hætt um fermingu,
miklu minna en alment er trúað. Nýskólabörn kunna einatt
prýðilega það, sem þau kunna, af því að þekkingarinnar hefur
verið aflað með sjálfsstarfi, og í einstökum greinum kunna
þau oft miklu meira en jafnaldrar þeirra í öðrum skólum.
Og þroskamótið er á þá leið, þar sem bezt lætur, að hug-
urinn er spurull og áleitinn, taminn við að finna sér við-
fangsefni og leysa þau á eigin hönd. Viðhorf þeirra við
umhverfi sínu og lifinu i heild sinni er starfrænt (activt).
Verður nú þetta þroskamót nokkru æskilegra en börn
hljóta í gömlu skólunum? Þvi verður ekki svarað nema
með tilliti til þess, sem álitið er hið endanlega markmið
skólans. Og það álit hvilir á ýmsum stoðum: lífsskoðun