Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 125
Skímir] Nibelungenlied og hetjukvæðin í Eddu. 119
aldar riddara, en í Eddukvæðunum eru leifar þessarar sagn-
ar. Að vísu segir í kaflanum »Frá dauða Sinfjötla«, að Sig-
urðr hafi vaxið upp með Álfi Hjálprekssyni, stjúpföður sín-
um. En í Reginsmálum er upphaflega sagan: Reginn smiður
er fóstri Sigurðar og þeir hafast við á mörkum úti. Föður-
nafn Sigurðar er hið sama í öllum heimildum, og allar
nema Nibelungenlied herma, að hann hafi verið veginn
áður en Sigurðr fæddist, en Sigurðr hefnt hans þegar á
ungum aldri.
Frásagan um æskuafrek Sigurðar er nákvæmari og
frumlegri í Eddukvæðunum. Víg drekans er aðalviðburður-
inn og því næst föðurhefndin. í Nibelungenlied er dreka-
vígisins aðeins getið í sambandi við hornhúðina, en aðal-
áherzlan lögð á bardagann við dvergana, sem áttu gullið
mikla. í frumsögunni hefur verið sagt frá á sama hátt sem
í Eddukvæðunum, að Sigurðr tók gullið af drekanum dauð-
um. Huliðshjúpurinn og hornhúðin er að vísu all-fornt, en
mun þó ekki hafa verið í frumsögunni.
í Nibelungenlied fer Sigurðr til Worms þegar eftir
þessi afrek. Um fund hans og Brynhildar er ekki getið, en
þó sést votta fyrir þeirri sögn síðar i kvæðinu, að Bryn-
hildr var heitmey Sigurðar í æsku. Sagan um Brynhildi
valkyrjuna, er svaf á fjallinu og beið lausnara síns, er æva-
gömul. Enn er til skjal frá árinu 1043, þar sem getið er
um klett nálægt Rín, er almenningur kalli Brynhildarbeð.
Klettur þessi er líkur beði, sléttur að ofan og hærri í ann-
an endann. Tekur þetta af skarið um, að þessi sögn er forn
í Rínarlöndum, átthögum sögunnar um Sigurð. Sagan hef-
ur verið á þessa leið: Sigurðr finnur sofandi valkyrju á
fjallinu, vekur hana af svefni og þau bindast ástum. Hún
segir honum hið sanna um ætt hans (Þiðr.s., sbr. heilræðin
í Sigrdrífum.), en setur honum þann kost, að hann verði
að vinna ríki nokkuð, áður en hann fái sín. Síðan setur
hún biðlum sínum svo stranga kosti, að enginn getur full-
nægt þeim nema Sigurðr einn. En Sigurðr fer og skorar á
Búrgunda að berjast við sig til Ianda (Nib.), en þó fer svo,
að þeir gera sætt með sér. Skýra Eddukvæðin (Völsunga-